Nafn skrár: | SigPal-1867-10-30 |
Dagsetning: | A-1867-10-30 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 30 Octbr 67 Elskadi bódi br minn! aldrei hef eg ordid fégnari bréfi frá þér enn á dögunum med J´ni i L.h þvi þad færdi mér svo gódar fréttir af husb þínum sem eg var, þó i lausafrétt, búin ad heira svo aumt af, ekki leidast mér bréfin þín br. m.g. þó þaug séu ekki svo frjetta fród þvi eg þikist ekki of haldin þó þú masir dálítid vid mig á millum þegar vid getum aldrei siedst þad var eins skémtileg sagan þín af ostinum eins og kalli og kéllíngu i gardshorni eg sé líka eins og mig gru henni var létt á Þ.v. svo hann hefdi ekki nema jafnaldra hennar til ad sína fyrst stafína 4 eru þar firir ofan enn 2 fyrir nedan alla kénslu, snjórin kom med vetrinum og smábætist vid hann enn mínkar ekki slátur tid er hér mikil þvi vid alt landskuldar féd var bætt 20 saudum gömlum fyrir utan alt trosfé heima aura saudirnir voru nú fyrst ad sína sig, og jöfnudu sig upp med 1 fjordung mörs og 1 fjordúngafall enn þad er líka vesta skurdar úr , öllvoru rád þín higgileg hitt ad senda mér ekki skildíngana sem eg á hjá þér þvi eg mundi brádum vina þá upp ástsamlega bid eg ad heilsa húsb þínum med inni= legu þakklæti fyrir kassan þad var heldur gód= ur vetrar fordi og þér þakka eg fyrir ágjöfina á hann, eg veit ekki hvurt þér þikja nokkrar fréttir ad presturin sagdi mér ádan ad 6 börn hefdu fædst hér i sóknini i þín ætíd elsk: systir Sigr. Pálsdóttir Módir s þín S. S.T. studiósus herra Páll Pálsson í Reykjavík |