Nafn skrár:SigPal-1868-04-13
Dagsetning:A-1868-04-13
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10 Mai 68

Breidab.st. annann Páskad: 1868

hjartkjæri gódi br. minn!

þó þad sé helgidagur og ekki síst þegar presturin á ad messa á Múla finst mér honum ekki ílla varid ad þakka þitt góda og kjærkomna bréf med pósti, besti br. minn vertu þolinmód= ur ad skrída vid filliríid og asnaskapin úr Petri helst þegar þú berd sígurin úr bitum, eins og vid er ad búast, þvi þú berst fyrir gott málefni þar sem aumíngin á i hlut módurlaus og mik= id verr enn födurlaus, lítil sanníndi held eg hafi verid firir þvi ad hann ætti hér ínni i búin= u, enn eingin fyrir hinu, ad eg væri svo ræktar= söm vid hann ad átelja hann fyrir barneígn, þú getur þvi nærri br.m.g. hvad eg fegin samþ. og þakka þér, eins og annad, ad þú komir þessu litla á vöxtu, þó mig i raunini lángi til ad bidja 00mnu hennar ad útvega henni fyrir k000t00nar svona eptir hendini og vid tækifæri Islenska

búníngin, enda þo hún eígi lángt i land til Con firmatiíónar og kanskie ekki lifi þad, þá er þad þó peníngavirdi ad vísu ekki ard berandi, enn vid erum bádar kjellíngar nar á fallanda fæti, eg ad bidja, enn hún ad framkvæma, og munu fáir vera betri til þessháttar útvega * mikid gerdir þú vel bródir m.g. ef þú einhvurn tíma vikir á þessa meiníngu mína vid Ommu hennar vid skrifumst ekki á enn hef þó árlega dálítil afskipti af S. litla sem hjá henni er, þakka þér líka fyrir hana, og þad sem þú skrifar mér ad ykkar fór á milli þad gladdi mig mikid ad frétta hvar gamla bókin mín var nidurkomin og ad þú vardst til ad lagfæra hana þú hefur víst eins og vid öll lært í henni ad þekkja stafina hjá henni Ömmu okkar, heldur þikjumst vid Sigga mín standa vel ad vígi med ad borga þér betur enn med griplunum enda þó Tóuskinnid ætti ad gera þá heitari enn alla adra gripla og bidja þig ad þiggja af okkur handtak þvi bádar geta nú 00kk0id hún er farin ad læra dálítid ad vinna, hún átti ad fara lítin tíma ad Stokkalæk ad læra ad skrifa enn fóstra hennar mátti ekki missa hana þvi henni þad óhapp til i vetur

x eg gæti líka ef til kæmi lagt út svo mikla penínga til brádabirda

á þorranum ad detta af baki og handkleggsbrotna og gat hún þá haft gagn af Siggu i kringum sig mikil ánægja var mér ad heira af brefi þínu ad heilsa þín er i betra lægi og óska eg ad hún fari altaf batnandi þángad til þú án þreitu gætir kom= id til okkar þú sérd þad á Skúla læknir jafnaldra þínum hvurt þú ert ekki ferdafær fyrir ellisakir hann var sóktur núna á góunni austan af Sídu til ad skéra ógnarkvalafult og stórt æxli af fæti á manni hann var 11 daga i þeirri ferd og gekk upp alt Reinírs fjall og vída i Mírdalnum þvi snjór og broti var nógur mikid sagdi hann af hard= indum og bjargarleisi manna á milli þar ad aust= ann þó eg geti valla ímindad mér þad meira enn hér um pláss er ordid, ad sömu kom vedur batin med Einmanudi og firir þad kann eitthvad ad lifa af kindum þó er vída hardaudi sem orsakast mest af ullaráti á saudum enn allrahanda ótukt í gemlíngum, hér á bæ lídur g.s.l. vel bædi mönn= um og sképnum og sama er ad segja frá Móeidhv og sama er ad segja af heilsu minni og öllvel sídan eins og vant er þegar hún er þolanleg getur þú ekki gert svo vel og nefnt vid H.Sívertsen fyrir mig ad þad hefur miskifast hjá honum i

minn Reikníng tíu lb af hvitu sikri þvi eg fékk ekki nema þau 8 lb sem lika eru skrifad i reikníng inn og Jón i Lambhaga tók fyrir mig i haust og þú vissir til, líka er eg hrædd um ad tíu lb af Caffi hafi af vang á ofskrifast of skrifast enn þad þori eg ekki eins víst ad segja eg er hrædd um ad eg fái hvurgi fisk eda korn til búsins i ár, og hef eg þó bædi pen= ínga og dálítid af smjeri ad bjóda i borgun eg vil sídur ad vid G. Vigfúsdóttir flosnum upp i ár af þvi þad gera svo margir víst 3 eda 4 heimili i þessari sveit, pósturin er nú komin og er mér þvi einsætt ad hætta og bid= þig lesa i málid, med ástkjærri kvedju til húsb. þinna og innilegri ósk minni til þín og þeirra um gott og blessad i höndfarandi sumar

þin heittelsk. systir

Sig. Pálsdóttir

alt hiski mitt bidur ad heilsa þér

Myndir:12