Nafn skrár: | SigPal-1868-06-18 |
Dagsetning: | A-1868-06-18 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 18 Júní 1868 Ástkjæri gódi bródir minn! kjærlega þakka eg bréfid þitt med Jóh. af 5 þ.m. og ekki sídur afskipti þín fyrir böggulin minn vid Jon Sigurson þvi þú síndir þína balegu um= higgju fyrir mér sem þér hefur léngi verid lægin, enn hefdir þú vitad hvurnin á pökkum okkar Ingib. stód hefdir þú kanské ofurlítid dregid borgunina, eg hef i 2 eda 3 ár sent henni talsvert af prjónabandi og i sumar sem leid bad hún mig ad selja sér alt eg fékk besta ostin sem G. dóttir átti og sagdist hún vel borga med honum úrkedju sem eg bad um fyrir hana, nú skrifadi eg I b. ad hún skildi sjálf setja verdid á ostin eptir sem hann reindist þvi hún mundi vita ostprisin betur enn eg, enn eg hef hvurki fengid línu eda annad frá henni sídan eg atla samt ad vera þolinmód þángad til eg fæ þennan um talada bögul þvi kanské hann hafi inni ad halda bædi bréf, og gull, og gersemar, þad fór madur sudur af næsta bæ Gudmundur Jóhanson og hefur han komid til þín firri fyrir mig eg bad hann ef hann gæti ad taka hiá þér böggulin, enn gat ekki komid vid ad skrifa þér þad med honum, þennan sedil færir þér Gudni bóndi á Torfastödum og á honum ad fylgja kvartilid gamla med 48 lb smjörs til husb. þinni ásamt ástar kvedju minni, þóknun atla eg ad bidja þig ad sína honum fyrir flutníngin þvi eg borga honum ekki, nú er erindid úti i þetta sinn vertu þvi sæll og blessadur þángad til eg kém aptur þín elsk. systir Sigr. Pálsdóttir þakka þér kiærlega fyrir pennana br.m.g. ekki máttu senda mér fjödur i penna þvi eíngín lifandi madur kann ad skéra eda brúka fjadrapenna nema þú þin S.P. |