Nafn skrár:SigPal-1868-07-05
Dagsetning:A-1868-07-05
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 9 Juli

Breidab st 5 Júli 1868

ástkjæri gódi br. minn!

nú er þá híngad komid eptir eina þá lökustu ordlofsferd á 3iu viku þegar eg var lítid eitt farin ad stirkjast i Öxlini fékk eg hálsveikina utan og innan bólgu og verk sem mér skánad. vid járndropa ad innan enn Canferolín ad utan einnig gamla bríngspala útgángin minn sem mér var svo vidunanlegur af kunnugleika alt er þettad svo i bötnun ad eg komst heim enn ekki þó farid vesælli á hestbak eg vard fégin ad komast i bólid mitt þó allvel færi um mig og eg i raunini heppin ad alt þettad dundi yfir mig á M.h., enn strags sem híngad kom þókti mér heldur bregda til þess betra því þá komu i flasid á mér bréfin þín og

og hrædd er eg um ad ferdin verdi þeim hálfervid, forláttu pappírs= leisid og líka þad sem á honum er med ástar kvedju og bestu óskum til þín og hús bænda þinna, er eg ætíd þín sannelsk systir Sigrídur

og alt sem þeim fylgdi óskémd svo þikir mér húsm þín hafa tekid til hendini ad senda mér núna ad annad hvurt hefur hún atlad eín ad géra útförina mína eda hún hefur hugsad ad eg mundi ekki vera rétt dugleg ad draga i búid núna, og þad stód líka heim berdu nú húsbænum þínum kjærari þökk frá mér enn eg get látid hana úti. nú skal eg verda heldur montin ad gefa i staupinu eg hef treint syslm 1 flösku i mest allan vetur hann drekkur eitt glas og 2 og bid= ur mig svo ad geima leifar sínar þvi eing= in bjódi sér eins gott i staupinu og eg Gudni held eg hafi skrokvad sæmdunum á ser Sk hann vill borga rétt enn ekki í ó= geingd eg hef enn ekki fundid hann G mikid vel líkadi mér vadmálid frá frú Sigurjon og er til eg leiki þetta optar

og tók þá til láns og G. dóttir lét jarna firir hann hest og gaf þeim mat= arbita med ser enn litli Skúli gaf honum hnif handa þeim öllum ad borda med X

þú nefnir hvad eg vilje hafa fyrir smier id enn ef eg ætti nokkud fyrir þad sem ekki er þá bid eg þig ad láta þad standa þvi líkast til bídur þad haustsins ad eg má fara þá ad kaupa fyrir penínga þad litid eg þarf med af mat þvi bakkinn svíkur mig med þad eins og annad ad eg fæ ekki þarfir mínar sem eg vildi heldur taka þar út á renturnar enn kaupa fyrir pen= ínga annarstadar, þad er innileg ósk mín ad Lafóli væri afmádur af jördini þad er har0 ad missa sitt fyrir svik hans og pretti eg bæri vel ad hafa skada Th.gr. til einhvurs góds eda gangs enn eíngin lídur meira vid fólid en hann og getur aungvann veigin hjálpad sjálf= um sér, mér þikir rétt mátulegt straff fyrir St ad fá módur sína first þaug heidurs hjónin vildu ekki saga hér svo vid hina módurina ad hún héldist vid hjá þeim, og ekki ólíklegt ad Þ systir vildi losa sig vid þann bagga sem hún hefur léng borid, þad gekk yfir mig þegar St frænda vatt fram

med 4 sína líka allir peninga lausir matarlausir og hníflausir og mjög illa rídandi á horudum og jarnalausum og höltum drógum St vard ekki ad miklu hvarfi ad finna mig á M.g. eg gaf honum 2 dali i skild ingu

S.T. Herra Stúdent P. Pálssini Reikjavík fylgir litill léreptspoki

eg bid húsmodur þína ad forláta ofur litla ostkringl og vadmáls pjötlu i medfylgandi lerepts poka þín S.

Myndir:12