Nafn skrár: | SigPal-1868-08-04 |
Dagsetning: | A-1868-08-04 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Br.b.st 4 Agúst 1868 ástkjæri gódi br. minn! Eg hef heirt ad Jón södli atli ad bregda sér eptir vana sudur um sláttin og i þeirri vona ad hann ridi um hladid og taki sedil þenan birja eg hann og er þá fyrst ad þakka góda og kjærkomna bréfid þitt af 9 Júli og óska eg af heilum hug ad sá mánudur hafi verid þér br.m.g. léttbærari enn mér, og okkur hérna, þvi á honum kvöldust og dóu 2 börnin hérna úr þessari vondu hálsveiki gud hvildi þad firra á Sunudagsmorgunin kl. 8 þann 19 þ m eptir þúnga 11 daga legu enn skérandi hörmúngar i 2 dægur, þad var Steffán litli rúmlega hálfsfimta árs hitt var nafna mín komin á 10 ár sídan 13 Mars hún skildi vid kl 4 þan 28 s m eptir 11 daga hæga legu og sindist heldur léttbært daudastrid bædi skildu vid i fánginu á pápa sínum, þad er fögur sjón hvad foreldrarnir eru róleg og bera sig kristilega eg er vest og mér líka nokkur vorkun þvi eg er nú farin eg man ekkert eptir Öxlini eg held hún sé nokkud betri Eg get hleigid ad bréfinu þínu bródir minn þú kvartar um óþerrir, enn hvad ætli þú ségir nú, sídan þú skrifadir man eg ekki til ad þerrirdagur hafi komid hér, ekki eirn baggi hirtur veit eg nú ekki hvad eg á ad hugsa eda hvurnin ætti ad gera honum eina kind ad mat þó madur vildi afstanda hana, eg taladi ekkert vid hann um þetta þvi eg hélt þad árángurslaust enn þína meiníngu vildi eg fegin heira hvurt þér sínist þetta nokkurt vit firir hann og þá hvurnin eg mundi geta stirkt hann og væri þad nokkud þirfti eg ad vita þad fyrir haustferdir, nú er komid lángt bréf frá frú Ingibjörgu og þakklæti fyrir ostin enn samt segir hún ad hann hafi ekki verid gódur ekki betri enn holeinskur ostur enn vildi hafa hann eins og besta gjaldfrestin um 5 ár og setti Rentuna ofaní 4 dali af hundrad sem hefur verid 6 v.d. þetta læt eg mier linda núna fyrst enn sjálfsagt þikir mér ad feikin liggi vid dyrnar._ fyrirgefdu þetta rugl og lestu i málid þvi eg er illa upplögd berdu ástar kvedju húsb. þínum og lídi þér ætíd vel br.m.g. þín ætid elsk systir Sigr. Pálsdóttir |