Nafn skrár:SigPal-1868-09-25
Dagsetning:A-1868-09-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 2 oct 68.

Breidab.st 25 Septbr 1868

hjartkæri br. minn gódur!

Eg er nú af imsu ónædi og gestagángi búin ad sleppa mörgum ferdum, bædi Joni hérna og fleir= um, nú fitja eg upp þenan sedil med dreing frá Flókast. og á hann ad færa þér besta þakklæti mitt fyrir sedilin af 10 þ.m. mér var sönn ánægja br.m.g. hvurnin þú tókst undir bón mína med minnismerk= id sem mér er einhvurn vegin svo fast i huga, mér er svona altaf eins ad leita þín, ser Skuli sem ekki vissi þennann vilja minn firr enn eg var búin ad vita þína meiníngu, og þókti þá ofurvænt um þad, segir ad sér þiki nóg, nöfnin, aldurin, og ártalid 1865, þetta læt eg mér líka linda helst vegna þess mér skilst ad þér sínist þetta eíga best vid, eins er med prísin þú verdur ad hafa hann sem þér sínist, þvi sterkt og laglegt lángar mig til þad sé, enn ekki sakast eg um nokkra dali framyfir þad tiltekna

A frændi situr hér i gódu yfirlæti og er búin ad ver 3 nætur eg ætla samt ad reka hann á stad á morgun jafnvel þó hann haldi sér óhætt ad vera 1 eda 2 daga léngur samferda menn hans fóru ad Guttormsk. til frænda sins St þikist vera hér med gódhest enn reindar ekki nema á 3ur fótunum og er eg ad reina ad koma honum firir til hjúkrun= ar sem er þó mjög ervitt þvi hér eru allir illa heyadir ad vöxtum og gædum5 dali lagdir út firir fram x koffort hans flitur dréngurin firir mig sem fer med sedil þennan þvi eg vildi ekki hann drægi halta hestin léngra, hvurnin atli standi Reikníngar minir núna hjá H: Sívertsen, eg bad Jón i Lambh. ad flitja fyrir mig 2 eda 3 skjeffur af Rúgi ef hann gæti fengid þær hjá honum, eg verd ad hugsa firir nokkrum sníkjuskálum þó þær muni nú draga skamt á götu i vetur, þú trúir valla hvad eg kvídi fyrir ad vita og sjá upp á bágindi nágrannana, nú fer Þorstinn litli dottursonur minn i Skólan og óttast eg ad hann sé óhæfur til þeirrar ferdar þó hann sé nógu stór og sterkur þá er hann hvurki eins stiltur nje gætin eins og hann þirti ad vera i þeim solli, fyrirgefdu gódi br. m ómindar

línur þessar, sem enda med ástar kvedju minni til hús= bænda þinna og bestu óskum til þín og þeirra

þin elsk systir

Sigr. Pálsdóttir

P.S. gott þókti mér ad heira af bréfinu þínu ad St mundi nír maturin, og skilst mér á honum ad hann hafi verid búinn ad fá vísbendíngum þad heim til sín, eg álít honum þad i alla stadi hentugra enn siálfs menskuna, enn hvad géngur núna med arfin okkar þar eistra?

Herra stúdenti Páll Pálsson Reykjavik

Myndir:12