Nafn skrár: | SigPal-1868-09-25 |
Dagsetning: | A-1868-09-25 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st 25 Septbr 1868 hjartkæri br. minn gódur! Eg er nú af imsu ónædi og gestagángi búin ad sleppa mörgum ferdum, bædi Joni hérna og fleir= um, nú fitja eg upp þenan sedil med dreing frá Flókast. og á hann ad færa þér besta þakklæti mitt fyrir sedilin af 10 þ.m. mér var sönn ánægja br.m.g. hvurnin þú tókst undir bón mína med minnismerk= id sem mér er einhvurn vegin svo fast i huga, mér er svona altaf eins ad leita þín, s A frændi situr hér i gódu yfirlæti og er búin ad ver 3 nætur eg ætla samt ad reka hann á stad á morgun jafnvel þó hann haldi sér óhætt ad vera 1 eda 2 daga léngur samferda menn hans fóru ad Guttormsk. til frænda sins St þikist vera hér med gódhest enn reindar ekki nema á 3 línur þessar, sem enda med ástar kvedju minni til hús= bænda þinna og bestu óskum til þín og þeirra þin elsk systir Sigr. Pálsdóttir P.S. gott þókti mér ad heira af bréfinu þínu ad St mundi nír maturin, og skilst mér á honum ad hann hafi verid búinn ad fá vísbendíngum þad heim til sín, eg álít honum þad i alla stadi hentugra enn siálfs menskuna, enn hvad géngur núna med arfin okkar þar eistra? Herra stúdenti Páll Pálsson Reykjavik |