Nafn skrár: | SigPal-1868-11-06 |
Dagsetning: | A-1868-11-06 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 6 Novenbr 1868 hjartkæri br. minn gódur! Eptir lánga bid og mikla þolinmædi i haust, eptir línu frá þér br.m.g, hef eg nú 2 bréf ad þakka þér med Flokast drengnum anad af 30 Sept og hitt 2 Octb. enn nú er komid i sama horfid med leidíndin þvi mér finst nú alllángur tími sídan eg ritadi þér med J mínum i L.h. eg vildi óska ad hann væri búin ad gera mér eins gód skil til þín med alla peníngana sem eg beiddi þig ad veita móttöku frá honum eins og hann gerdi á þessum 2 heldur seint ad eg muni ekki hafa verid heppin med saudasöluna, eg neiddist til ad reina þad held= ur enn skéra af þeim fleira enn mér hagadi, þvi ekki voru þeir ásetjand fyrir aldurssakir og ekki nærri ordnir upp á sitt besta, heldur horfist báglega á med tídarfarid eins og bjargrædid fyrir menn og sképnur hálfum mánudi fyrir vetur voru allar ár farnar á ís og sídan hafa hörkur haldist vid, jardskiálta hefur ordid vart, mest 2 kvöldum klukan 11 annann og þridja þ.m. eg er ad sitja um ferd hvolhreppínga med þennan sedil til þess med sömu ferd ad fá línu frá þer ef mögulegt væri, og frétta hvurt ekki stendur eins og stafur á bók ad Jón sé búinn ad borga til þín 20 dalina sem eg lánadi honum og hann gaf handskrift upp á ad borga i firra mánadarlok og svo saudaverd= id þó þad sé kannské minna enn eg atladist til 19 f.m. eígnadist G. dóttir, dóttir og var hún skírd Sigrídur bádum heilsast vel og var þetta gódur léttir eptir sumarid eg er altaf ad vona eptir hvurja postskips ferd ad þjódólf skiri fra úrslitum prestseknamálsins þad er nú ordid svo gamalt ad eg held væri mesta þörf ad nya þad upp ósköp kvidi eg fyrir húngursneidini sem hér er fyrir sjáanleg i sveitinni og geta ekkert úr henni bætt. _ eg er altaf bærileg til heilsu nema hvad svefnleisid heimsækir mig ödruhvurju og sinadrættir sem eg er óþolinmód yfir eg er vist med þeim ad sverja mig i ættina vid þig, eg vildi óska þin ætíd elsk. systir Sigr. Pálsdóttir S.T. Herra Stúdent Páll Pálsson Reikjavík |