svarad 0 Juni med Johanesi Pals Breidab.st. annan dag hvítasunnu 1868 ástkjæri gódi br. minn! Eg hef nú ekki skrifad þér sídan annan dag Páska og þikir mér nú vel til fallid ad fitja upp aptur fáment er heima presturin er ad Confirmera 20 börn i 00gi konan fór med honum og 4 adrir af heimilinu eg sit optast heima enn er þó meir enn ferdafær núna þvi heilsan er svo vidunanleg ástsamlega þakka eg þér kjærkomid tilskrif med G á Horni og þar á undan lángt og stórt fréttabréf med Þorg. læknir daudin fór strags ad verda honum yfirsterkari og tók tökubarn í Odda úr barnaveik= ini þegar han var nykomin enn kanske hann síni betri raun þegar han er sestur á laggirnar Olafur bóndi Einarson á Núpi er nydain hann hefur leigid optast sárþjádur af innanveiki sídan á Páskum hann var albrodir Högna heitins sem var i Laugarnesi á sextugsaldri og er harmdaudi öllum sem þektu hann, Tídin er gód og farid ad blómast Tún og áthagi í bestalægi þó er ekki hættur enn fjár og únglambadaudi hjá sumum og sultur og seira áframhaldandi hér á bæ er skyr og mjólk nægileg til matar enn aungvu enn jafnad allar sképnur i besta standi únglömbin lifa öll enn Bensi segir sé audsjáanlegt óár i þeim þvi þaug séu bædi smá og snögg alt er fjed mitt frammgéngid og mestanpart búid ad skila ullini, eg er farin ad undrast um vadmálid mitt og fleira frá Frú Sigurson eg vildi þú gætir eitthvad leidbeint þvi, mér þikir vest ef hún gleimir ad borga alt prjónabandid og ostin sem hún bad mig um og eg var í krapti þess ad bidja hana um smáveigis, ekki er mikid flitt fyrir pressekkju málinu ef þad væri dautt þá lángar mig til ad lífga þad, sagt er ad komid sé skip á bakkan og anad innundir landid 60 lesta skip og grosserin á því, og jafnvel þad 3ia væntanlegt og höndlunin gángi nú undir nafni konu Lafóly ekki er nú víst ad þetta sé heilagur sannleiki enn hvad sem er um þad þá dettur mér nú fyrst i hug svik og prettir af bakkanum enn mér stirt um ad verjast þeim fyrir gefdu nú br.m.g þennan samtíning, berdu ástar kvedju mína húsbændum þínum og lifdu svo vel sem óskar þín elsk. systir Sigrídur Pálsdóttir gerdu svo vel ad senda mér 5 eda 6 góda penna þad er nógur ársfordi handa mér nú veit eg alt hvurnin hefur verid med 10 lb af hvita sikrinu hjá honum H. Sívertsen Torfirda þeir teiknudu á blad hjá sér alt sem G.V. bad um, enn Beni000 sem kom nokkru seirna tók aldrei sikrid út, þvi hann kom þvi ekki á, enn þeir hafa skrifad i bækurnar og reikníngin eptir sedlínum, enn kanské þeir muni nú ekki þetta, eg vil gjarnan fá mitt hvita sikur nú enn sídur borga þad öll óreglan kom af þvi, ad þad var ekki tekid út, þegar um þad var bedid, eg neni ómögulega ad skrifa H. veit ekki heldur hvurt nokkud kæmi út af þvi, enn Módir hans skrifadi eg med þessari ferd um S. litlu eins og þú varst búin ad skipa mér þin S.P. S.T. Herra Stúdent Páll Pálsson Reikjavík |