Nafn skrár:AsgFri-1881-01-02
Dagsetning:A-1881-01-02
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði 2/1 1881.

Elskulegi bróðir!

Hjartanlega þakka jeg þjer alt gott mjer auðsínt og sjerstaklega þitt (þitt) á-gæta og skemti lega, og fræðandi brjef

sem jeg með tók með bestu skilum 1. þ.m. Þar næst óska jeg að þessi miði hitti þig heilbrigðan glaðan og kátan. Og í þriðja lægi óska jeg þjer góðs og gleðilegs

nýárs. (og) (í tvöföldum skillíngi af því afmælið þitt er). Frjettir eru hjeðan aungvar, nema á þessum bægum eru nú allir

frískir nema. Olli er hálf vesæll og er honum að skána. Svo er kvef hjer á bægum sem ekki er teljandi. Eirnig hafa hjer í dal+dáið Böðvarsnes

hjónin eins og þú munt sjá í blöðonum það var 25 Nóvember húm 6 tímum fir sama dag bæði þaug dóu að sumra

áliti úr. Taugaveikinni. Pabbi smíðaði utan um þaug 2 kistur sljettar að neðan en keildar að ofan. jarðsett vóru þy 9 Desember. vóru þar að komnir 80 mans og heima

fólk 7 svo als var það 87 mans. frá 28 bæum, bændur 30 konur 20 born innan við fermingu 3 og rusl 34. Veislan var góð 2 vóru pr. Síra Gunnar í Höfða og síra Steffán

á Hálsi Núna er Eggert í Bóð: vesæll og Friðrika á Hálsi kona Sigurðar u sem var í Grímsgerði og dóttir þeirra. Eirnig hefur

Dírleif+ á Hóli dáið og var jarðsett 4 jan og (núna er 9. jan) lenti jeg í veislunni, Harðindi eru hjer mikil svo viða mun

verða hey kort ef þessu heldur. Hafís hefur rekið inn á fjörð enn nú farinn Hófrúgar hafa verið veiddir á Laxamíri 20 þegar seinarst frjettist. Fisk afli einig. Eingin silúngs

afli við Myvatn og þar mjög hart í allan vetur. Um jólin kom Friðbjörn í krókum heim og kom hann hjer og var hjer 2 daga og sagði hann mjer mart sem var skemtilegt og

fróðlegt, þar hefur verið 2 var raðað og var hann

við firra prófið sá 5 að neðan í efri bekk. en Bjösi á Skuggabj: efztur í neðri bekk, en nú er Friðb 4 að neðan í efri bekk, en 22

, Skuggi neðztur í efribekk, hann kvadzt mundi skrifa þjuer með þessari póstferð 1 þ.m. fjekk jeg brjef frá Amiríku frá Bjarna dagsett í Gimli 26. Sept lætur

hann all vel af sjer þó ekki eggi hann mig á að koma þaug eru öll lifandi með góðri heilsu veturinn sem leið var mjög harður og sumarið votviðrasamt hann ætlaði

í vatninu 16 hundruð af fiski sem er 2m ár en góður átu, hann á 2 kyr og 3ju hefur hann með lofinu sem hann býr á 4 kálfa veturgamla og 1 Auna

3 vetran. Hann sgði til mat jurta 7 bússelum af Kartoflum og fjekk aptur 45 B. af ímsum bauna tegundum og fjekk aptur 80- 90 #

, dálitið af Maís sáði hann og margfaldaðizt það láng bezt. Ásvaldur lætur vel af sjer seigizt hann senda mjer mind sína með næsta brjefi. Nú eru allar frjettir

búnar og verð jeg þvig að hætta þar jeg veit að þjer þikir ekki til vinnandi að lessa þetta rugl, og bið jeg þig að forláta mjer það og taka viljan fyrir verkið á því. og

forláta galla alla.

Svo bið jeg almáttugan Guð að vermda þig og varðveita gefa þjer góða heilsu næmi og alla sína blessun í eínu orði þess óskar og biður þinn vesæll bróðir.

Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson

Myndir:12