Nafn skrár:SigPal-1869-02-01
Dagsetning:A-1869-02-01
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 20 Mars0 0 21ta send0 60 norvel. kaffib. 0 32 _ = 20 og 2 d skar er 48 1_ 3-16. i kassa med Sigurdi jy0ti 00 Godabok s. jr. 00sla00

Breidab.st. 1 Febr 1869

ástkæri gódi br minn!

Eg er nú farin ad vona eptir póstinum svo eg geti med honum þakkad þin 2 eptir vana kær= komin tilskrif og þvi heldur sem mér var farid ad lengja eptir línu frá þér, og fréttum hvurnin þér og húsb. þínum lídi bréfid þitt a 21 D.b. sem Mángi m. i Sölkutóft hefur fast út hjá þér er eg nybúin ad fá, enn hitt kom firri sem þú skrifadir á þrettánda ekki á samt rétt vel vid kollin á mér, bréf um tómar gamlar skruddur þó eg verdi þvi fégin og taki þad alt sem góda vöru frá þinni hendi br.m.g, hvurgi veit eg af Testamenti eins og þvi sem

þú minnist á og þókti mér mikid slæmt ad þetta gat ekki lent hjá þér, þvi þad hefdi þó verid hugg= un fyrir þad sem þvi var stolid frá mér, ekki man eg eptir neirni uppteiknun sem þú gerdir yfir bækur mansíns m. sal. enn mig min= ir þú findir eitthvad þess háttar eptir hann sjálfan sem þú hefur kanske sagt mér ad geima enn eg glatad og þú fjekst mér bækur sem þú sagdir mér ad selja ekki enn láta börnin læra ad stauta á, og þær á eg flestar enn, og eru þér allar velkomnar, aungvar eru þad gamlar bækur nema 1sa útgafan af Passíu sálmunum og hústabl= an og gömlu islendínga sögur hitt er alt leisár prentum, med þeim flæktust skrifudu skruddurnar biblíu rímnabókin sem þú fékst

og þessi fúna sem nú er umtals= efni, og eg veit ekker um uppruna á, eg stód altaf i þeirri meíníngu ad gamli Helgi Tengdafadir min hefdi samid hana handa konu sini þvi nafnid hennar var á sæurblad= inu, og hún sent syni sínum kan ské til ad gefa hana út, Eg öfunda þig af rausu J.v. enn vest þikir mér ef hún dregst frá mér í þvi skini ad leggjast til þín, og verdur þú ad gottgera mér þad med þvi ad koma til mín i öllum þessum skinnfötum þvi eg sé þér grand= ar ekkert nema eldurin og han hrædist eg minst, ef þú getur ekki ridid þá getur þú farid til Vestm. eya og þángad sækir ser Svb þig svo get eg sjálf sókt þig ad Krossi, ekk= ert rusl á eg eptir prestin m. þvi strákarnir hans hafa margtínt úr þvi þad sem nítilegt var, enn hinu fleigt fyrir ekkert, ekki er hálfsvarad brjefum þínum br.m.g. enn eg

nenni ómögulega ad rusla um þetta meira, Nú vildi eg stiftamtmadur= in væri ordin vinur minn þá skildi eg bidja hann ad koma med úrslítid á ekkjumálinu úr þvi hann gat ekki sjálfur verid landsdómari i þvi, Petur mun vera búin ad borga til þin rent= una hennar Siggu litlu, atla ama hennar sé nokkud farin ad hugsa fyrir henni med nokkud til kúnings mér þækti vænt um ef svo bæri undir ad þú mintir hana á þad eg skrifa henni aldrei nema á hvurju vori fáar línur med 20 lb smjers, fréttirnar eru aung= var nema vedurblídan enn þá, og sulturin og óskar margur ept= ir ad gud færi ads gefa fiskiríid allir friskir núna, og eg líka, tvö urdu messuföllin hjá ser Sk firir ótuktina sem i han datt, G. dóttir farin ad borda friskan þó tönin biladi öllu meira enn ádur x

x nú má eg til ad taka vid aukablad þvi mikid er ótalad enn, eg neid= ist nú til bródir minn ad legg= ja fyrir þig þrautir, sem eru ad útvega mér eitthvad smá= veigis 2 eda 3 dala virdi i sum= argjöf handa G. dóttir, eg er nú búin ad vinna upp smáveigis hjá mér, enn hún bilar aldrei þvi hún hefur tekid upp á þvi ad gefa mér altaf vænsta ostin sinn, þú heimtar nú kanské sem von er ad vita hvad þetta ætti ad vera og dettur mér þá helst i hug 6 pör af laglegum postulíns Caffi bóllum, þvi Skúli litli braut fyrir óhött 3ia þess= slags nylega, eg veit ad vísu hvad vont er ad fá flutníng á þessu enn hann verd eg ad sjá um

enn útvegurnar held eg væru bestar á uppbodsþíngum sem fall= ast svo mörg til hjá ykkur þad er heldur bagt fyrir okkur sveita= kjerlíngarnar ad eiga engan hrauk i horni þegar þessháttar glefsur falla fyrir, þar kinni líka ad meiga fá ífirsæng med þolanlegra verdi enn annars, nú þirti eg ef vel væri ad bidja þig br. minn ad hafa alla kram= höndlun fyrir mig, þvi nú er aungvan ad snada i kaupstadin sídan gunna fór, og giptist, mikid þakklæti er eg skildug husm. þinni fyrir bodin sem þú hefur haft frá henni um ad bidja sig ein= hvurs enn eg finn svo til hvad þaug hafa firri og sídar gefid mér og hjalpad á svo margan h átt, ad eg kann verr vid ad vera altaf ad kvabba um eitthvad

og verdur þú svo ad verda fyrir þvi skakkafalli af mer, ef þú gætir útvegad bollana vildi eg þeim filgdi 1 eda 2 smádiskar af sama tægi enn sikurkér og Rjó= ma könni á hún frá þeim sem bro= tnudu, eg sendi þér Testam skrædu enn þad er víst ekki nógu gamalt handa þér, enn bænakverid held eg sé komid til lög aldurs, enn þú kærir þig nú kanskié ekki um þad, Eggerts Olafssonar æfisögu á eg skrifada Tímarímur 2 á sama kveri Jóns Sigurdssonar og Jóns Einarsonar lögréttumans búandi ad Hraukbæ ey get einhvurntíma sent þér þessi kver ef þú vilt fyrir gefdu alt þetta risp og lestu i málid, med bestu kved= jum til húsb þinna og innilegri óskum vellídan þína og þeirra ásamt kærum kvedjum frá hiski mínu

er eg þín ætíd elsk systir

Sigrídur

Ekki atla eg ad vantreista Jóni m. i Lamb. enn þá, eg skrifadi honum med sjómönum á þá leid ad eg væri þvi óvön ad han gleimdi l0 fordum sínum

Myndir:1234