Nafn skrár:SigPal-1869-04-12
Dagsetning:A-1869-04-12
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 0 April og 1 Mai

Br.b.st. 12 Apríl 1869

hjartkæri gódi br. minn!

Nú get eg firr enn mig vardi kom id i sedli, og þakklæti til þín fyrir bréfid med póstinum, þvi Jóhan= es handarvani bídur mér ad taka sedil til þín, nú er bærilegt vedur i dag og væri óskandi þad hjeldist, alla vikuna fyrir helgina voru einlægir nordanstormar og frostharkan mest á vetrinum, og þiki mér líklegt ad einhvur horskjátan hafi hrokkid af._ sulturin, hugleisid, ímist gæpta, eda fiskileisid, helst alt i hend= ur, á laugardægin næstan eptir Páska voru allir sem vetlíngi gátu valdid þá fiskudu allir vel og sumir hlódu enn brímadi svo fljótt ad 20 skip lögdu frá og nádu vestmeyum

og satu þar til fimtudags, 3ur skip= um skoladi upp i útlandeyum enn einu hvoldi og druknudu 3 menn hinum vard bjargad, 3 traustar duggur hafa nylega strandad i landeyum og vestmeyum og austur i Skaptafells syslu, þó margt sé nú iskiggilegt þá get eg þó glatt þig med þvi ad mér og mínum öllum lídur l s g vel enn þá nú er Páll magur illa haldin hann skrifar mér ad hann neidist til ad taka Stjúpu sína i vor med dóttirini þvi ekkert liggi fyrir henni nema sveit hennar i Fáskrudsfyrdi og náttúrlega þar af leidandi slep= ir systir sinni og Tótu sem bádar munu hverfa ad Hraungerdi þetta bid eg þig samt ad láta ekki spurjast eptir me´r, ekki ber mikid á pressekkju málinu enn þá, víst deyr þad um medgaungu tíman

og fyrr enn i fædinguni ef eg vissi þad nú fyrir þá skildi eg verda fljót ad bregda vid og gefa öll= mín eptir laun frá dató prestr ekna sjódnum heldur þú ekki ad biskupin kisti mig i stadin eg man nú ekki meira i þetta sin kved þig þvi ásamt húsb þínum ást= samlegast og óska ykkur öllum góds sumarsins sem brádum er komid náungarir allir bidja ad heilsa þér

þín sannelskandi syst

Sigr. Pálsdóttir

P.S. þad kemur nú seinast sem fyrst átti ad vera ad ilma þér bestu þökk fyrir útvegurnar og sendínguna alt var med heilu og höldnu i kassanum og eg nádi þvi hjá póstinum svo eingin vissi af og greinist svo til síns tíma mér líkadi þad svo vel og med svo gódu verdi ad eg vildi ad allar mínar eigur væru ordnar porcelíni þad væri nokkud skemtilegra enn ordlaus kot kverin sendi eg þér einhvurn tíma þakka þér líka fyrir hann s0 J.Þ, eg les hann og gef hann svo vertu blessadur og sæll

S.T. Herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12