Nafn skrár: | SigPal-1869-05-28 |
Dagsetning: | A-1869-05-28 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st 28 May 1869 Elskulegi br. minn gódur! þennan mida sendi eg med 2 dreingum af næstu bæum sem fara i borgina til lærdóms annar ad læra gullsmídi enn hinn trjesmidi og á hann ad færa þér mína bestu þökk fyrir bréfin þín med J. handars og Jóni okkar, ekki atla eg ad fara ad stíla gjafabrjefid þvi mér skilst þú ekki úrkula vonar i haust med úrslit málsins, nú fæ eg ekki rétt gódar fréttir frá sjónum af Jóni mínum í Lambh nefnl ad han meigi hvurgi láta sjá sig fyrir skuldavafri og atli útúr þessum vandrædum nordur i kaupavinnu nú þækti mér gott ef þú gætir þér ómaks lítid gert svo vel og talad vid hann mín vegna bædi um þessa 20 dali sem vidlögd hand= skript hans sínir, og andvirdi fyrir 4 saudi gamla sem hann rak sudur i haust til ad selja fyrir mig, og lofadi ad koma til þín hvurutveggum peníng= unum eins og eg mun hafa bedid þig þá ad veita móttöku, eg von= adi ad saudirnir hefdu jafnad sig upp á 6 dali enn þad kann samt ad vera of mikid heimt= ad, hafi hann hitt á slæman tíma til sölunar, eg skrifadi honum i vetur ad mér hefdi komid illa ad peníngarnir hefdu ekki kom= id til þín í tíma þvi eg hefdi átt ad borga þér þá, eg vona ad Jón skjótist þarna um i víkini þvi eg þeir verdi svo stórir undan sumrinu, kvartilid held eg verdi sídbært þvi nú er lítid um mjólk og smjör hjá fólki þó vona eg þad komi fyrir haustid, eg á ad bera þér kæra kvedju frá hiski mínu og bestu ósk og forlátsbón á rispinu frá þinni elsk. systir Sigr Pálsdóttir |