Nafn skrár:SigPal-1869-06-25
Dagsetning:A-1869-06-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 20 Juní

Br.b.st 25 Jún 1869

hjartkæri br minn!

aungva línu hef eg séd frá þér sídan eg skrifadi þér línu med Gullsmids efninu okkar líka sendi eg med hon= um skjódu til húsmódur þinnar vest þikir mér hvad eg hef talad af mér um Jón minn i L.h. þegar eg var nybúin ad rausa um hann vid þig fékk eg frá honum bréfid sem eg legg hér med svo sem sínis horn af rádvendni hans, eg veit han muni vera búin ad borga alt til þin sem han lofar

i þvi, og sandaverdid læt eg mér vel linda, eg stend nú i miklu strídi fyrir St frænda þvi þegar eg vissi hvad seint han fékk ad vita frá Ser Birni ad hann brást honum med hestin fór eg ad reina ad útvega hann og fjekk 8a vetra gamlan hest útlits gódan lítt reindan enn gallalausan fyrir 9 Sp hvurn= inn sem St géngur nú ad greida verdid þvi madurin seldi hest= in af neid og má ekki bída eptir verdinu til haustsins, ef St. getur nú verid sér úti um betri kosti vil eg fégin taka mína rádsmensku til baka, og bidja þig þá ad hlut= ast til um hestsöluna fyrir mig, og væri þá ekki af veigi ad bjóda hann fyrir 10 S.p., anars skil eg ekki annad enn hesturin digdi St med ödrum ef þeir ridi ekki altaf eins

og gíkkir og ofurlítil skinsemi væri vidhöfd, enn hún verdur nú valla i á böggum heldur enn vant er, mér baudst handa honum gefin og þolin reidhest= ur fyrir 20 Sp enn eg var hrædd um ad buddan mundi ekki þola hann, eg hef haft mikla hrædslu um þann brúna i vetur og fyrst eg var svo heppin ad hann tórdi lítt skémdur atla eg ekki ad reikna St. fódrid á honum, enn helst vildi eg hann færdi mér hann ekki aptur i haust þó vid lifdum öll, lítid mínkar sultar hljódid i fólki, kúnum géngur seint ad grædast enn mjólkurvon af ám vídast sár lítil, ablabrögd= in treg enn lítid ad láta i kaup= stadin, lítid legg eg til sníkju þingsins frúna og frökenana ykkar þarna eg nenni ekki ad vera ad hlinna ad p. ekkjunum

medan stolid er af mér þvi sem eg á og mér ber med réttu, eg sendi Madme G. Steffensen sem sníkti á mig Skógþrádar= legg, og eltiskinn, hvíta fíngra vetlínga, dreingja stúkur, 2 spæni, 4 hespur af móraudu bandi, og 2srd i peníngum mér þikir líklegt ad henni þiki eg ekki stórgjöful, eg keipti um dægin hálfa Ströndina i Landeyum fyrir þrjúhundrud dali sjálf atti eg ádur i sama parti hálft þridja hundrad madurin sem hitt átti og þar bjó bad mig ad kaupa af neid sinni, þad er heldur gód jörd og ágángslaus P. Sívertsen mun hafa borgad rent= urnar henar Siggu litlu skildi þad hafa dreigist vona eg þú minir hann á þad, vertu nú sæll og blessadur br.m.g berdu ástar kvedju húsb. þínnu frá þinni

elsk. systir Sigrídi

Myndir:12