Nafn skrár: | SigPal-1869-08-04 |
Dagsetning: | A-1869-08-04 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st 4 Agúst 1869 ástkæri gódi br. minn! Nú er ordid von á póstinum og þikir mér meir enn mál komid ad þakka eg man ekki hvad mörg kærkomin bréf frá þér br.m.g. þaug hafa ad vísu ekki verid lángord, enn þeim hefur sumum fylgt þess meira, þó þad hafi ekki verid beinlínis frá þér, og þvi verd= ur þú líka ad hafa meira fyrir og skila svo miklu og kæru þakklæti mínu sem þú getur borid, til minna ógleimanlegu velgörda manna húsb. þinna, hrædd er eg samt um ad víntunnan sem núna var i kvartilinu verdi mér ekki eins drjú i skamti eins og fyrr i flöskurnar og til sannindamerk= is um hvad eg bjó vel þág af eg i vor sleinkt syslum: okkar eina mína fínu flösku i þú minnist á smjerprisinn enn hann veistu víst sjálfur betur enn eg hann mun gánga upp og nidur hjá ykkur enn best þækti mér medalhófid þó þad þikir vandratad, eg bíst valla vid ad fá adrar eins kaupbætur og G. dóttir hjá Thomsen ad hún megi setja á smjerid hvada prís sem hún vilje þvi hen= ar smjer beri svo lángt af allra annara og gefur henni nú til ad höndla þvi 10 lb eru af strókkunum hennar enn þá á dag hvad þá eptir fráfæruna, ljót þikir mér saga þín af lambh. Jóni ad hann eptir öll sín skriflegu loford ekki svo mikid sem fann þig og bad þig fyrir ad lída sig eitt missirid enn þá, nú er eg hrædd um ad hann sé elíflega tapadur. _ alveg hafi þid Mad enn þá bætist vid þig ástarþakklæti fyrir sedil sem Símon færdi mér i morgun eptir ad hafa hvilt sig i nott, innihald hans læt eg mér linda úr þvi sem komid er, eg hef aunga trú á ad S hef heirt ad þaug væru eda hefdu verid til, þessir gódu piltar eru ekki svo sérlega áreidanlegir._ mikid vorkenni eg þér ad standa berfættur og er þad mest af þvi ad eg er berfætt líka, vegna þess ad mér er svo ilt i tánum ad eg þoli ekki hörkuna á Islenskum skóm atladi þvi ad bidja þig ad útvega mér heita morgunskóg sem líkasta ad stærd þeim sem þú útvegadir mér fyrir mörgum árum eda réttara ad segja ad húsmódir þín gaf mér, þeir eru nú ordnir hreint ónítir, enn eg bíst ekki vid þú getir blandad mér sætara enn sjálfum þér, nú er eg búin ad finna upp á ad lækna sína= drættina sem voru farnir talsvert ad láta mig njóta frændsemi vid þig, á allar þess háttar kvalir ber eg flesk og nudda fituni vel um bædi stid lidamót og þessa vondu sinadrætti._ jeg er nú búin ad rugla mig þreitta og þig leidan enn þó er þetta ekki byrjun af öllu sem eg mundi tala vid þig ef þad gæti lánast. nú sendi eg þér stóra skjódu sem inniheldur grallaran þvi eg held þad geti ekki verid betri barnabók til grettlu og eyglu sendi eg þér rétt til skémtunar svo litla stund njalu eyga allir eg held upp á þessar bækur rétt eins elskandi systir Sigr. Pálsdóttir S.T. Herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík Fylgir skjóda forsiglud |