Nafn skrár:SigPal-1869-09-24
Dagsetning:A-1869-09-24
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 28 Sept.

Breidab.st. 24 Septbr 1869

ástkæri br. m. godur !

Nú get eg loksins þakkad þér bréfsnepil med Södla og honum fylgjandi bækurnar mínar sjal frá B. sem mér líkidi mikid vel fyrir 15 mark, enn skórnir voru ekki rétt vel valdir fyrir mínar veiku Tær, enda er eg ekki viss um ad þeir séu nógu stórir handa nokkurri fullordinnikrenn= persónu hér nálægt og get þess vegna ekki reint til ad selja þá, neidist þvi til ad senda B. þá til baka sem eg vona ad honum komi ekki ad baga fyrst ekki leid lengra um ad þeir voru útteknir ekki hef eg séd sedilin sem þú segist hafa sent med B ad Hr.g. og fellur mér mjög illa ad tapa brjef= um þínum, þess mun ekki til gefandi ad B hafi haft þad i vasa sínum sudur aptur, eg er fyrir laung farin ad vona eptir línu frá S. og endilega med al þ.m enn alt er þetta forgefins, ef þér

kinni ad skiljast á henni ad hún teldi til skuldar hjá mér þá blessadur borgadu mig út, (mér þikir vest ad vita ekki ádur enn Jón hérna fer sem eg sendi med sedil þenan og skóna, hvurt þú atlast til ad eg láni Stebba ef illa kinni ad standa á fyrir þér ad gera þad sjálfur, atla Jón i L.h. birtist hvur= ug i okkar i haust aungvan heiri eg samtnefna hann atli þú getir ekki selt fyrir mig Is= lands kortid stóra eptir Gunlaugson eg á valladar upp allar 4 arkirnar litt skemd= ar enn hefur altaf gleimst ad nefna þetta vid þig, enn þá hef eg á fóstri þann Brúna hans St og var eg þó búin ad sverja vid mín gráu hár ad takast ekki þann vanda á hend= ur framar, hann var mér þúngur i firra nú ljet eg manin sem tók hann fá med honum kú leigulaust árlángt sem honum lág mikid á enn þad er besti stadur berdu ástarkvedju mína húsb. þínum og vertu ásamt þeim kvaddur bestu óskum

af þinni ætid elsk. systir

Sigr. Pálsdóttir

S.T. Herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík fylgja skór

Myndir:12