Nafn skrár:SigPal-1869-10-04
Dagsetning:A-1869-10-04
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 10. Oct send nota yfir milli 00ran0 i kotinu 0 20 sm. sendt blomstur0o00

Breidab.st. 4 Octbr 1869

hjartkæri br. minn gódur!

kærlega þakka eg þér brefid med Jóni og Bjarna brefid er líka komid til skila þó þad væri rúman mánud á ferdini enn trúar bréfid sem þú segist hafa bedid nya prestin fyrir á víst lángan tíma og ferd fyrir hendi austan úr lóni þángad hefur þad víst ferdast ad segja ef þad hefur ekki tínst ádur, þú hefdir gért forsjálegar br.m. ad bidja Stalþ man fyrir brjefid af þvi hann hefur aldrei verid skólapiltur, nú verdur þú ad bera frúni og þeim bádum hjónum ástar kvedju mína og bestu óskir, og ad eg sé raunandi yfir bréftapinu ef hún bæti mér þad ekki upp og geti þvi sídur skrifad henni eda systir m. sem eg bid hana mikid ad heilsa frá mér ef þær sjást lifandi þegar eg hef ekki upp á neitt ad svara henni sem hún kanské hefdi viljad skrifa mér, þú reinist Stebba eda réttara sagt

systir okkar rétt eins og þér er lægid med ad bregd= ast okkur aldrei syskinum þínum, eg þeigi med ad tolla St þángad til þú bendir mér, aldrei hef eg heirt á honum ad hann vildi læra utan skóla i R.v.k. enn ad reina ad vera og lesa eirn vetur heima mundi ekki seinka sér, sem vist er hvurutveggja jafnvitlaust fyrir hann þvi ítist hann ekki einhvurntíma áfram i skólanum verd= ur þad hvurgi eg hef ekki heirt hvurt hann skrapp upp i bekkin, of miklu hefur þú kostad upp á kverid mitt br.m.g. og þikir mér mikid meira koma til hvad snildarlega þú hefur gert vid þad heldur enn kversins sjálfs, ekki er furda þó þér þækti illa gengid frá passíusálmakverinu sem eg sendi þér og höfdu þó vinnumenn Eigils bókb. límt á þad og bundid, gaman væri ad eíga blómsturkörfuna sem hún Sigga Tipp sem hér var einhvurn tíma köllud hefur lagt út, nú heiri eg sagt ad Lambh J. sé komin ad nordan og hafi gert bod ad reka til sín kindur sínar frá L.h. þvi ekki lætur hann sjá sig hjer, enn i kaupstadin kémur hann af vana, þú minnist á í Bjarna bréfinu ad þér væri næst gudi ad gefa S0H alnirnar i Núpnum ef eg vildi gera sama þjer stendur frítt fyrir ad fara med mínar eins og

þínar eg fer valla ad slíta fjelag vid þig med svo lítid álnirnar vil eg ekki eíga og hafdi hugsad til þó eg væri ekki búin ad nefna þad vid þig ad láta Þ systir hirda þær enn þú rædur eins mínum og þínum, þú mátt ekki reidast mér fyrir skóna þó eg hlipi svona á hundavadi med þá eins og altaf þegar eg skrifa þér þvi þú skilur mig altaf samt, nú skrifa eg B. um þá sjálfum getur þú nú ekki komid þér vid einhvurja konuna fyrir mig og útvegad mér hjá þeim slippu sem þær kalla for0arstikki á litin annadhvurt svarta eda dökkgráa gömul má hún vera og brúkud ef hún er ekki gatslitin og sama er mér hvurt hún væri af daudum eda lifandi best þækti mér hún sem heitast og ermaleingst þvi eg atla hana fyrir reidkápu handa mér enn legg hana ekki i svo mikla brúkun ad eg þurfi nya, eg hefdi kanskie skrifad frú Sig um þetta mál enn sleppi þvi fyrst svona fór um bréfid hennar samt atla eg ad bidja þig ad gera þér ekki mikid ómak fyrir þessu þvi þad getur verid óþarft forstad ad bidja um reidföt ad veturnóttum misvirtu ekki kvabbid og rausid br.m.g. berdu ástarkvedju mína húsb. þinum med innilegri ósk mini ad gud gefi ykkur öllum blessadan og gódan veturin sem nú fer ad nálgast

þín ætíd elsk. systir

Sigr Pálsdóttir

P.S eg sleppi ad skrifa B. um skóna þvi nú er eg ad selja þá enn þarf einúngis ad vita hvad þeir voru dyrir og atla ekki ad bidja um fleiri þvi eg sé þeir passa mér ekki, nema þeir væru búnir til sídir og ekki mjög lángir eptir mínum veiku fótum, vertu ætíd sæll

Herra studiosus Páll Pálsson í Reykjavík

Myndir:12