Nafn skrár:AsgFri-1881-02-27
Dagsetning:A-1881-02-27
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði 27 Februar 1881

Elsku bróðir!

Hjartanlehga þakka jeg þjer fyrir tilskrifið síðast, á samt allri annari bróður legri velvild mjer auðsíndri, að mjer óverðugum! Þar jeg get ekki neitt sent þjer,. En ef

við lifum báðir mun jeg eittkvað láta filga næsta blaði .til þín. Jeg hef aungvar frjettir að setlja í sendibrjef; jeg er frískur vel enn aldrey hef jeg getað lært eins lítið

sem í vetur vegna þreingsla anna og suðu, og svo er um hin syskin mín, enn ögn læri jeg í smíði þvi jeg sje það verður það eína Tíðin er og hefur verið mjög hörð

svo til meztu vandræða horfir ef ekki batnar betur því bráðara, og ekki sýst hjer því mart|er á fóðrum það eru 4 kýr og kálfar 2 fullorðnir heztar 1 trippi á þriðja vetur

og folald annarstaðar á pabbi 2 fullorna hezta. Ær 64 geítur 7. 56 gemlíngar. kiðlíngar 3. Fullornir Sauðir 5 trævetrir

12 allir 17 geldar ær 3. hrútar fullornir 3. Þetta er skjepnueígn pabba mín Jarpur að hálfu. 64

56

10

rend="underlined">28

153

153 fjár 5 hross 4 kyr 2 kalf

Ær með lömbum 4. og 1 geld. gemlingar 3.

place="leftmargin">4+1+3=8 Svo er ejg að koma mjer upp 2veimur vaðmálsstúfum sem mig lángar til að láta stappa í klæði ef það borgar sig. og fingravetlingum

og hrífuhausum verkfiærum plöggum og ögn af því sem jeg heldst þarnast Einkvur breiting verður heldjeg í vetur og þætti mjer ekkert ó líklegt að þú sægir ekki alla

sem þú sást í haust aptur því mamma er vesæl mjög jeg heldst helzt af Holdsveíki og fleirum veikjum og svo anara og

enda fleiri. aldrey hefur mjer eins lídst sem í vetur allir fara hjeðan í burtu og enda fer jeg lika ef Beni er þvi mjer er þá ekki til neíns að vera

og þá kem jeg suður að vetri ef þjer auðnazt að vera þar og báðum að lifa. Bjarni föðurbróðir skrifaði mjer og er hann á Nnya-Islandi hann á 4 kyr 4 kálfa og 3vik

naut, og gat hann heyað handa þessu öllu í sumar og talsverða uppskjeru fjekk hann hann atlaði burt í haust upp í Dagútta Kristjana á Seyðisfirði bað mig að skila kveðju

sinni til þín og biðja þig ef þú ættir leíð|um á Seyðisfyrði að koma að Bæarstæði Guðrún í Sigluvík bað mig að biðja þig að kauppa fyrir sig og lána sjer þar til í sumar

þú kæmir 6 til 5 eða 6# af rauðgulum lit og senda hann sjer eða mjer með næsta póst ferð upp

á sinn kosnað eða minn og jeg kallaði svo inn verðið, til mín, þú þart ekki að gera það framar þjer vel líst, enn ef þú gerir það sendurðu mjer það og seigir hvað það

kostar. Pabbi minn bað óskup velað heilsa þjer og sagðist ekki atla að þreíta þig á frjetta og mælgis rugli í þetta sinn. en alt fyrir

það sagði hann að hann vonaði eptir miða frá þjer. Svo bað mamma óskup vel að heílsa þjer og svo allir í eínu orði. Svo fel jeg þig Guði og kissi þig beztum

bróður kossi Það mælir þinn vesælasti bróðir. Ásgeir.

P.S. Mest gamann þætti mjer að heira um dag líf þitt og sum Æfintíri úr lifi ikkar það sem sem skríngi elgast væri.

Guð annist þig stirki og stjórni í vöku sem svefni í blíðu sem stríðu í lífi og daúða og veíti þjer heilt hamíngu frið rósemi auð ánægu völd virdíng heílsu og higni

dað dreínglindi dugnað, og seínast fallegrar værnar rikrar duglegar stúlku í uppbúið rúm hið bezta sem til er í heiminum. svo kveð jeg þig með kossi þúsundföldum.

Tryggvi Friðgiersson

Myndir:12