Nafn skrár:SigPal-1869-12-05
Dagsetning:A-1869-12-05
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 16 Dec. med Þorstm Hofi

Breidab.st. 5 Decbr 1869

hjartkæri br. minn gódur!

aungva línu fékk eg frá þér med póstinum og atla eg ekki ad gjalda þér i sömu mind þvi lítid er betra enn ekki, eg hef líka heldur góda fréttir ad segja þér, fyrst þad ad G. dóttir eignadist i gærdag fallegan 19 marka þúngan son, hún var ad sönnu 16 kl tíma med hægris létt= sótt enn alt gékk vel og hún ó= vanalega frísk á eptir, vid erum öll frísk enn þú og er þó vída kránksamt bædi af barnaveiki og dauda, og sótt

sem vída stíngur sér nidur á fullordnum, veduráttan sú besta og valla ad sníor hafi sjest nema lítill grádi, frosthart eina viku og skjepnhöld i betra lægi, af þvi ad beinferd fjell sud= ur á strönd fór eg i fyrsta sinni ad ónáda Jón minn frá Lh. med línu, eg sendi þér uppkastid svo þú hafir alla okkar skrilegu görnínga, ekki hef eg fundid Gudna sídan hann kom heim, enn heyrt hef eg ad J. hafi klöknad þad vid bréfid ad hann hafi bedid G. ad selja fola sem hann ætti i L.h. upp i skuldina til mín, enn lakast er ad H. Jónson hafdi verid búin ad fá sama folan hjá Jóni ádur svo eg er hrædd um vid H. frímenum

ekki lengi þessum fola þvi hann trúi eg sé afskirmi, enn vid hædi þúng, þad eina sem kanski mætti af Jóni hafa er vertídarhlutur hans enn hon= um treisti eg mér ekki til ad ná þvi eg hef þar aungvan kunugan ad vaka yfir honum eg skrifadi þér seinast med Símoni á L.d. hvurt sem þad er komid til skila mig minir ad þad væri þó eitthvad sem eg vildi flíta, sótt og daudi er á Selalk. Sigga m var samt frísk þegar eg frétti seinast svo eg er ad bidja gud og lækn= irin fyrir hana vertu sæll br.m g ástsamlega bid eg ad heilsa húsb. þínum gud hjálpi ykkur öllum alt hiski mitt bidur ad heilsa þér

þin elskandi systir

Sigrídur

Eptir þig fella ekki margir Tár Ekkja þín grætur, börn þín gledi láta Enn aptur sje eg ymsa hrafna káta sem brína nef og blódug yfa sár þú stódst med kjarki elli fram á ár og opt þvi midur ljekstu fram úr máta til gledi þeim sem hardast gjördu hníóta og vildu sjá þig róa eirn i ár._ gud hefur lagt á þig sínn daudadóm Drottin, aumkadi þig i lifsins strídi þá illir menn þér ad súg margir gördu Nú heirir þú ei húsan hrafna róm á himnum er þér leistur allur kvídi þar verda verk þín vegin rétt á jördu þessar stökur hefur Ser G. á Fialli gért eptir Ser Þorvard þad fara ljotar sögur af þvi hvurn= in embættis brædur hans kvöddu hann, _ eg sendi þér þær ad gamni mínu, því þad er óvanalegur blær á

eptir mælum á þeim enn á kanskie ekki svo illa vid

Myndir:12