Nafn skrár:SigPal-1869-12-27
Dagsetning:A-1869-12-27
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 12 Jan 70 sendt qwartilin. og skuldabr lambh Jons uppa 20 + 24 = 44 0 sö00 handbok fretta skr 4 Apr. ferd ef skr af Berl00 m dom i Kirkjub ein00kk00 mál

Br.b.st. 27 Decbr 1869

hjartkæri br. minn gódur!

Mjer vedur nú fyrst fyrir ad bæn= taka b.r. enn bréfafantin hann nafna þinn og mun hann sína sig i einhvurju fleiru ad hann er ekki nafni þinn enda þó hann heiti P.P. jeg kalla hann lítillátan þjóf ad rífa upp bréfin min hvurt af ödru þvi ekki er mikid á þeim ad hala og ætti han ekki ad vera stórlátari med titlana þvi þó einhvur væri svo vitlaus ad kalla hann Stúdiosus þá mundi hann láta artium fylgja med, líka er eg viss um ad hann hefur ekki átt von á ad sigurtid mitt væri á brefum til sin hjer næst þakka eg 2 eptir vana elskul. og lækr min bréf þín af 1 og 16 þ.m. og þeim fylgandi 9 blómsturk. sem eg vona ad séu

þegar seldar, og er best eins og þú nefnir ad spara flutníng á andvird= inu þessum 3 rd og þú takir þá af hjá þér geimdum peníngum mín= um, von var þú brigdist ókunnuglega vid Gudna eg gat ekki skrifad þér med honum, enn sigadi honum á Jón sem eg er ekki vonlaus um enn þá ad borgi þad hann er skildugur, ad segja mjer, ósköp hefdi mér þókt vænt um hefdi eín nya handbókin fylgd med B.k. mig hefur lángad til ad sjá hana sídan eg heirdi hana nefnda, enn var ad hlífast vid ad bidja þig vegna þess þér mundi þikja jeg svo veslótt, heilsa og vellídan okkar allra náúnga fólksins get eg glatt þig med l.s.g., mína og eptir þvi er tíd= arfarid hid æskilegasta nú fyrst er hálf slæmt til haga af snióskorpu af þvi flutt i þída jörd og verdur vída birjad

ad gefa fjé ef hún fer ekki af, hörmulegt ástand er altaf á Selalk eg man ekki hvurt eg skrifadi þér seinast lát konunar þar og 3 ára barns hennar sídan liggur bónd= inn altaf fyrir daudanum og yng= ri dóttir Madömunar sem Jórun hjet á ad grafa á morgun, systir konunar sem henni var ljéd af ödrum bæ komst adeins heim og liggur sídan adframkomin, i gjær frétti eg sein= ast ad Sigga mín væri vel frisk og hjalpadi til i fjósi og gardi og gladdi þad mig mikid ekki hefur þú sagt mér neitt af ad fundum ykkar L.h. Jóns hafi borid saman sídan þú varst ad elta han i vor enn nádir ekki, eg held sje best þú sendir mjer handskript= ina hans og sauda brjefid ef eg kinni ad geta haft hjer eitthvad út hjá brædrum hans

nú er komin sá 5 Jannúar 1870 og hefur ekkert borid til titla eda tidínda sídan, nema vedur blídan stödug og ekki snió= föl á jördu, Sigga m. á S.læk hef eg heyrt ad yrdi lasin enn i apt= bata þá eg sendi þennan sedil med Eiolfi gullsmids sveini sem gekk austur um Jólin til födur síns hann færdi þér bréf og sendíngu frá mjer i vor og er eg nú ad borga honum á hana þvi betra er seint en aldrei, skiladu ástar kvedju m. til húsb. þinna gud blessi ykkur öll i ár og ætíd

þín hjartanlega elsk systir

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12