Nafn skrár:SigPal-1870-04-13
Dagsetning:A-1870-04-13
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 28 Apr

Br.b.st. 13 April 70

Elskulegi br min gódur!

póstskr..... brendi mig inni svo eg get ekki eins og eg vildi þakkad þér elskulegt bréf med honum einúngis minnist eg á lúsina, eg held hún sje þér til heilsubótar og þú þurf= ir eitthvad í hennar stad sem eidir bjúgnum, eg sendi þjer ósköp lítid af Merkúríalsalti sem þú getur reint ad bera í fötin þín þar sem þú þikist helst þurfa enn svo ósköp litid ad þad sjúgist valla og ekki nema pungt og púngt hjer og hvar og svolítid

ad þú sjert viss um ad þad verki ekki á kroppin, ekki væri verra þegar þú reindir þetta fyrst, ad hafa ullarlagd þar sem hennar er helst von og láta hana flya i hann undan saltinu þú mátt vera viss um ad þad eidir lúsini þjer er líka vorkun þó þú viljer vera af med hana þú þart ad svitna eda eitt= hvad til ad eida slæmum vessum, firirgefdu flítirin vertu sæll ásamt húsb. þínum gud gefi ykkur gledilega Páska sumar og alla tíma

þin elsk. systir

Sigrídur

S.T. Herra Stúdent Páll Pálsson Reikjavík

Myndir:12