Nafn skrár: | SigPal-1870-05-22 |
Dagsetning: | A-1870-05-22 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. 22 May 1870 Elskulegi br. minn gódur! ástsamlega þakka eg þér bref= in 2 med Jóni, rjett var tilgáta þín ad brjef frú Ingib. innihjelt skuldavidskipti okkar sem voru nú komin svo, ad systir mín bar hönd fyrir höfud mjer og borgadi frúni þessa 4 dali og óskadi ept= ir bandspotta vid prjónana sína sem eg er nú farin ad spinna, annars ad systir væri frísk og gengi stundum út til kuníngana þú getur nærri ad þad gledur mig ad þessir opt nefndu dalir komast nú smá saman til leid= rjettíngar, líka þakka eg þér kærlega fyrir brjefid med Jóhanesi mjer þikir vænt um ad þú ert ord= inn skapbetri enn á medan urgur= inn var ad ónáda þig, og hálf gam= an þókti mjer ad sameígn húsb. þíns og Hjaltalíns med lækníngarn= ar, nú er hálf illa komid fyrir mjer br.m.g. eg sje ekki annad en jeg sjé ordin á undan tídini og kann jeg svo illa vid þad af óvana þvi eg hef optar verid á eptir henni svo er mál med vexti ad syslum: okkar rjedi mjer til og rak mig til ad þiggja af sjer ad skrifa S nú bíst eg vid ad S mjer og mínum lídur g.s.l. vel heilsan gód og efni og ánæga henni samfara, þetta er nú mikil guds gjöf medan þad veitist vertu nú blessadur og sæll br m.g ástsamlega bid eg ad heilsa húsb. þínum þin ætid elsk. systir Sigr. Pálsdóttir |