Nafn skrár:SigPal-1870-06-25
Dagsetning:A-1870-06-25
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. v/7 70. sendur uppkast fr 0ammi00 sendt vid S_ Sæm. vant þier adrar fengnar sk0dum. 0annl uppk til kvitt f 120 00 skilagrein f. p000g0 milli til 30/6 1870

Breidab.st. 25 Juni 1870

Elskulegi br. minn gódur!

kærlega þakka eg bréfid þitt med Lámst. Jóni, og húsm þinni medfylgandi kassa sem kom med bestu skilum, þú hefdir ekki átt ad mæda hana med vadmáls= stubnum heldur vita fyrirfram ad hún vildi ekki fást= vid þessa bón mína, nú bid eg þig geima hann þángad til eg læt vitja hans, eg þori ekki ad hleipa honum til frú J.S. fyrst hún fók ekki á móti þessum 4rd sem mér þókti verr fyrst hún krafdist þeirra á annad bord Járnkrossin er nú komin og þikir mjer hann mikid fallegur, þad skildi vera þad eina út á hann ad setja ef gillíngin á stöfunum væri ekki egta og mádist fljótt af, nöfnin eru sitt hvurjumegin á krossinum, enn nú vantar mikid enn þá, þvi passanlegur steinn i fótin er kanskie ekki svo audfengin og vest þikir mér ef þad má bída til vetrar til ad aka honum á klaka vegna þíngsla, annars segi eg ykkur J.v. bestu astar þökk fyrir útvegun ina og til hans bid eg þig láta fylgja skildíng i ómaks=

laun ef þér þikir þad eyga vid og hann vill þiggja, sama mætti nú kanskje segja um sjálfan þig br.m.g. nema ad þvi leiti sem þad er ordid ad vana fyrir þér ad hjálpa mér fyrir ekki neitt, Ekki þikist eg eíga ámæli skilid fyrir þad ad eg beri sk. á táni nema ad þvi leiti sem eg fjelst á rád syslum. enn hjer vissu allir á undan mér ad málid var dæmt og hvurnin, eg er hrædd um ad þú lofir upp i ermina gullbeiddu töplunum eg er ekki heldur upp á þad komin ad bída eptir þeim ef annars væri kostur, þér þikir Ser Sæ svara ad öllu vel, enn þad þikir mér ekki, Ser Sk ségist skilja lög= göfina svo ad presturin geti skildast til ad svara vid= takanda eptir laununum i peníngum ef þess sje óskad eptir hvurs árs verdlags skrá, og óvist ad honum beri nokkurt kaup fyrir um þetta sínist mér Ser Sæ eins skildur ad semja vid mig, eins og eg vid hann, mér þikir hann ekki heldur þurfa ad ámæla mér fyrir ad hafa ekki farid i mál vid sig, eda vísa mér til biskups eptir þvi sem hann hefur ránglega gold= id enn hinn ránglega tekid, Ser Sk segir ad hann fyrir sitt leiti sæi engan árángur af þvi eins og enn stædi þó hann fari út ad Hrg ad semja fyrir mig og ad hann vildi þvi adeins gjöra þad ad prófasturin embættis

vegna væri vidstaddur og skæri úr málum og ad þvi leiti hefdi hann helst óskad ad eg hefdi aldrei skrifad Ser Sæ til heldur haldid mér til stipsyfirvaldana, úr þvi sem komid er sje eg ekki ad heimuglegir samn= íngar geti komist á milli okkar Ser Sæ nema ef þú kæm= ist ad þeim fyrir mína hönd ef hann kæmi sudur á lestunum og þad mundi ekki fara lidlegar úr hendi fyrir ödrum og mins réttar ekki verda betur gætt þó einhvur annar féngist, enn gángi ekki saman med ykkur þá treisti eg þér líka best til ad benda mér á rétta adferd i þessu efni, sem adrir mér vanda bundn= ir vilja audsjáanlega vera lausir vid, mín meiníng er sú ad vilja hafa mitt hjá Ser Sæ og ekki meira, enn sérlegrar ívilnunar finst mér hann ekki geta atlast til ad fá af mér. _ sama dægin og St frændi 0 fá hest þinn fjekk eg bréf hans þad áhrærandi eg var búin i vandrædum ad koma hestinn fyrir i árs vist, enn þikir samt gott ad koma honum med Sr0 Sk. þad er ad segja ef St hefdi vit á ad selja hestin enn ekki ljá hann ef hann þarf hans ekki sjálfur med, þad er gód hestur i besta standi og ætti ad teljast i háu verdi, enn hann mundi valla fást jafn gódur úr láni, nú eru nógu margir á ferd ad segja fréttirnar sleppi þeim svo og bid þig ad misvirda ekki þad sem komid er, med bestu óskum

og kærri og þakklátri kvedju til húsb. þinna, ekki vil eg ad húsb þin borgi mitt smjör meira en anara

er eg ætíd þin elsk. systir Sigr. Pálsdóttir

S.T. Herra Student Páll Pálsson Reikjavík

Myndir:12