Nafn skrár:SigPal-1870-07-14
Dagsetning:A-1870-07-14
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 9/8 70

Breidab.st. 14 Júli 1870

Elskulegi br. minn gódur!

Töm er hönd á venju fyrir þjer br.m.g. ad bæta úr vandrædum mínum, mjer gat ekki dottid i hug ad neinum væri unt ad geta talad svo um fyrir Ser Sæm ad hann geingi inn á mjer svona þægilegann og ákjósanlegan samn= íng vid mig, og þad þikir mjer þó vænst um ad hann álítur sjer þetta betra enn annad rastur, jeg frestadi ekki ad senda honum bædi blödin undir skrifad af mjer, ásamt stuttum og meinlausum sedli sem Ser Skúli kast= adi upp fyrir mig og sagdist bidja Syr Eirk i Kaupholti ad veita peníng= unum móttöku, og þar vid stendur

* hann er gamall og trúr skipta vinur minn nú enn þá, Eiríki skrifadi eg líka* og sendi honum kvittun sem eg bad hann fá Ser Sæm á sínum tíma, þvi þú varst búin ad leggja hana eins og annad upp i höndurnar á mjer, merkilegast þókti mjer ad húsb. þinn skildi eíga mestan hlut ad samníngnum þad er ekki þad fyrsta sem hann hefur hjálpad mjer og datt mér í hug þad sem Sr J. Þorlákss sagdi eptir Halldór Konrektor skinsemi þín og skylands dygd, skilin er vid þig síst, o.s.f.v., annars datt mjer strags i hug ad eg mundi vinna þetta mál sem mér vegna orsaka ljek mikill hugur á, ef hann lifdi enn ekki annars og líklega hefur hann átt einhvurn hlut ad þvi firri, fegin vil eg bidja þig ad geima peníngana mína br.m.g. þvi eg þarf kan= skie svo opt ad grípa til þeirra þakka þjer fyrir 5rd útlátin til Madme Síverts hún vardi þeim vel, eg held eg hafi féngid meira af blómsturkörfum hjá

þjer enn fyrir 3rd eins og stendur á reikníngnum, ekki hef jeg enn þá getad nád kvartilinu þvi eg var ekki heima þegar kuníngi min kom hjer ad bjóda mjer þjonustu sína sem fór med þeim seinustu sudur, enn Jón Södli er ófarin enn og atla eg ad reina ad bidja hann, tídin er gód, vel sprottid og borid first nidur i morgun innlagdan sedil bid eg þig fyrir, mjer og mínum lídur g.s.l. vel, eg atla ad reina ad koma þessum sedli á hesta kaupamennina vertu ásamt húsbændum þínum kvaddur bestu farsældar óskum

af þinni sanelsk systir

Sigr Pálsdóttir

Myndir:12