Nafn skrár:AsgFri-1881-04-28
Dagsetning:A-1881-04-28
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:mynd vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði 28 april 1881

Elsku bróðir!

Hjartanlega þakka jeg þjer fyrir tilskrifið þitt hið góða jafn framt og jeg óska þjer allra heylla og hamíngu á þessu hinu nybirjaða Sumri og alla (

rend="overstrike">okkar) þína æfidaga Nú er er jeg sem aðrir ögn hressari í huga enn þegar jeg skrifaði þjer

syðarst það er lika farið að roðan nokkuð og fje er farið að gánga sjálfala einkum á Þverá mönnum var enda orðið mál á umskiptum því ekkert var sjónar legra enn að

menn og skepnur mundu deya í bægonum úr bjargar leysi, eldiviðar skorti og kulda og er þetta sá leyðinglegasti vetur sem jeg hef lifað með alt (þó ekki hafi buggað

húngur því eingin skortur er orðin enn) Jeg eða syskin mín höfum ekkert getað lært af neínu hverki til muns nje handa

jeg hef því gert ráð fyrir að fara eittkvað út í heímin til að vita hvert jeg gæti ekki unnið öðru vísi fyrir lifi mínu og unnið mjer til frama og frægðar, þar faðir minn

segir að hann muni ekki hafa stirk af mjer, eða eínkvernveyin seygirst hann hafa komist af áður jeg var til ekki ver enn nú, . Enn með grobbinu og öllu saman er jeg

hræddur að hann fyrir hitti einkvern sem ekki sægi mikið um búið þá hann er ekki heíma (því mamma er ekki búkona) og vill ekki að jeg fari (enn þetta seigir kallin

þegar hann er kendur). Enn það er jeg búin að seyga og mun enda ef jeg get að fara ef Benidikt er því hann drepur alt niður, og mín og hans vinna verður þá til einskis

En til þess vildi jeg koma suður til þín að jeg hugsaði mjer að það gæti orðið skemtilegra fyrir báða okkur og jeg gæti þá feíngið til sögn hjá þjer í frístundum mínum

en fljótt komist uppá að nema kverja vinnu sem vera vildi. Ekkert hef jeg keipt af bókum í vetur og litið haft um mig með að keupa

nema að krota skepnurnar mínar sem er orðið um 12 kr. enn alt lifir af hjá öllum hjer Flestir fara enn jeg veit ekki um neirn sem kemur aptur. Í vetur fór jeg ufrum

fjörðin og í Möðruvoll sá allan skólan svaf hjá skóla piltum og var við bænir og var upp í tímum og sá alla til högun við skóla lífið, það var rjett eptir próf og var verið

að fá þeím brófblöðin og seyga þeim hvað þeim hefði verið á bóta vant og svo vóru þeir að reykna og skrifa og svo vóru þeyr

að kennararnir) að seya þeím ímislekt það þótti mjer gaman. Núna eru allir friksir á þessum bægum nema mamma hún er eínlæk vesæl. Með þessum miða

lángar mig til að láta fylga belti með nafni þínu á sem jeg vil gefa þjer í sumar gjöf í mína minningu Jeg hef feingið brjef fá Asvali í Amiríku og eru litlar frjettir í því hann

atlar að fara að búa í vor og taka B og Guðr, til sín með börnin það er í norð-austur horninu á Dacota og heytir (Ste county) syslan Pembína

Möðruvalla skóla verður sagt upp þann 30 þ.m. Svo held jeg að mjer sje bezt að hætta þessu ljóta klóri og vesæla rugli og óska og biðja Góðan Guð allra heilla

hamingu farsælar friðar fagnaðar auðst auðlegar auðnu ánægu higgni hamingu heilbrigdis vilja og óútmælanlegrar næmis og skilíngs það mælir þinn vesæll

bróðir Ásgeir Tryggvi Friðgeirs

Allir biðja að heylsa þjer einkum mamma

Sámi Ásgeir

Þú hugsar til litarins ef þú hefur efni til.

P.S þjer til gamans og fróðleíks sendi jeg þjer Ættartölu afa okkar þó í hana vanti. þú grublar í það þó mórautt sje og fær þjer upplísíngar ef getur

Þinn sami bróðir Ásgeir

Ekki get jeg sent þjer ættartöluna því jeg þori ekki annað enn að taka af skript af henni enn er ekki búin að því, en jeg sendi hana með næstu ferð.

Myndir:12