Nafn skrár:SigPal-1870-09-14
Dagsetning:A-1870-09-14
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 23/0 70

Breidab st. 14 Septb 1870

ástkæri br minn gódur!

Nú er H farin ad hugsa til ferda eptir ad hafa verid nærri þvi viku og fallist vel á ad drekka nymjólk sjed i hvurn kofa og vidfeldin eins og heimamadur, og atla jeg þvi ad þakka þjer sem best jeg get kær= komid tilskrif med J södla, enn húsbæ þínum þó enn þá betur fyrir kær= kominar sendíngar sem hann afhenti med bestu skilum, þad beid ekki heldur lengi ad jeg eimkadi um tappan á líklegustu flöskuni þvi Odda systurn= ar komi hér allar i gjærd. og stód þá svo á ad jeg var einsömul heima ad

taka á móti þeim G dóttir hafdi brugdid sjer til næsta bæar enn Ser Sk. og H. i skjemtiferd fram á aurum, ekki þókti mjer i skjódum stubbar i barna svuntur þad var svo vænt og fallegt ad mig lángar til ad brúka þad sjálf og kinni helst ad vera adfinn= íngarvert ad jeg tími ekki ad gefa þad þú getur nærri br.m.g. hvad miklar ástar og þakklætis kvedjur ad jeg bid þig ad bera húsbænd. þínum frá mjer, fyrir þetta eins og alt annad, ekki skil eg þad hjá þjer, eptir þvi sem þú rírnar ad þú þurfir stærra rúmid og þvi sídur ad þú bordir vid 2 og ekkert hrædir þetta mig frá ad óska eptir ad þú værir svo friskur ad geta komid til okkar aungva línu hef jeg sjed frá P. mági á= hrærandi St sídan i firrahaust ad Þ. systir mæltist til þess, enn þú tókst þá vid skéllunum eins og þú ert vanur ad bera

af mjer, þegar jeg nú heyrdi af H. vanskilin sem væru á ad þú féngir skuld þína atladi jeg ad bidja hann ad taka nokkra dali hjá mjer handa St. enn þegar jeg fjekk bréfid þitt um ad fresta þvi kanskie til næsta árs læt jeg þig ráda þvi, enn bid þig ad láta mig vita þegar þú álítur ad St þirfti skildíng frá mjer og hvad mikid._ jeg skil ekki hvad til kjemur ad jeg fæ aungva línu ad austan fréttirnar eru fáar hjerna eins og vant er vellídan og vedurblíduna segir H þjer og kanskie líka ad nú er verid ad klára ad koma í gardin tíunda hundradinu (þad er ad segja stórum), ef jeg verd kraf= in um skuld til þín, anad hvurt frá Madme Sivertsen ellegar frá frú Sigurson fleiri held jeg ómögulega geti þad, blessadur borgadu þá fyrir mig svo léngi sem jeg á nokkura skildíng hjá þjer, fullstíf skildi jeg vera vid J. minn

Sigurson og heimta ad liturin á stöfum væri varanlegur úr hvurju sem hann er, þad eru ekki mínar sakir getur þú ekki br.m.g. útvegad mjer til kaups föstu prjedikanir bisk Vída lins og þó öllu heldur sjöorda bókina hans, jeg man nú ekki meira ad kvabba i þetta sinn kved jeg þig þvi br.m.g. ástsamlegast frá mjer og mínum óska ad þjer allra heilla

þín hjaranlega elsk. systi

Sigr. Pálsdóttir

fyrirgefdu flítirin

Myndir:12