Nafn skrár:SigPal-1870-12-12
Dagsetning:A-1870-12-12
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 15 03 28 febr. 71 og 15 Mars

Breidab.st. 12 Decbr. 1870

Elskulegi br. minn godur!

Mjer hefur mikid leidst brjefa leisid frá þjer i vetur br.m.g. og hef eg þó þurft skémtunar med þvi altaf hef jeg verid meira og minna veik og ekkert getad haldi á ad gera mjer til skémtunar nú er útgángurin hættur hvurt sem þad verdur nú varanlegt, loksins hef eg nú sedil ad þakka þjer frá 18 s.m. sem gladdi mig mikid ad þvi leiti ad heyra bærilegt heilsufar ykkar þvi eg tel þad heilsu merki ad þú ert ofurlítid skáld adur

i framan, ekki heirist mér á þér ad þú atlir ad láta St frænda sníkja á mig i vetur og er eg þó hrædd um eptir sem Helgason sagdi mjer ad alt hafi verid i molum med borgunina til þín frá nafna þínum þó hann gæti i raunini ekki ad þvi gert, jeg fjekk seint og sídar meira lángt bref frá P. og sendíngu frá systir okkar 3 fín svuntu efni sem hún vann handa okkur mædgunum þar bidja þaug mig bædi fyrir St jeg held þeim hafi þókt ánídsla ad bidja þig aptur, eitthvad minnist Páll á ad vid eígum hjá sjer eptirgjald mjer dettur i hug hvurt hann muni eyga bágt med ad greida svolítid og ef svo væri þá held eg Þoruni mætti þikja vænt um

ad fá álnirnar okkar ad gjöf hefur þú ekkert nefnt i þá leid vid hana, enn ef þú gerir þad þá láttu mínar filgja med eins og eg hef einhvurntíma minst á vid þig, öllu lídur hjer vel nema mjer og hundunum þeir eru allir daudir svo þad er i raunini Bensa sem lídur illa sídan, vid smalamenskuna, vedurblídan er svo ad elta menn muna ekki adra eins núna 2 daga talsvert frost nú kallar brjefberarin eg sendi sedilin upp ad Velli i veg fyrir póstin vertu ástsam legast kvadur af mjer og mín= um berdu húsb. þínum ástar kvedju mína

þin ætíd elsk syst

Sigr. Pálsdóttir

Myndir:12