Nafn skrár: | SigPal-1870-xx-xx |
Dagsetning: | A-1870-xx-xx |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Breidab.st. á þridja i Páskum 70 hjartkæri br. m. gódur! Nú stendur til eptir sumarmálin ad Jóhanes bregdi sjer sudur og er G dóttir von ad gera han út med nesti og nya skó, enn hann er brjefamad= ur okkar i stadin, og á vel vid fyrir mjer ad heilsa upp á þig um leid og eg kved veturinn þvi mjer þikir vænt um ykkur báda, eins og gud hefur gefid veturin þann blídasta og besta ad vedur= áttunni, eins hefur han verid mjer og mínum blessunar og heilla ríkur, heilsan gód og alsnæktir, madur hefur ad vísu vitad og sjed margan þurfandi enn þó held eg húngrid hafi ordid þolanlegra vegna þess ad svo snema fór ad fiskast nú fer eg ad þakka betur brjefid þitt enn eg gerdi seinast þad innihjelt ad vísu þad lítid sem mjer þá datt i huga af mínum ógódu skottu lækníngum sem mig lángar nú mikid ad vita hvurnin þér hefur gedjast ad Bitterteid er þjer víst holt og eins ad svitna enn hvurnin atlar þú ad fara ad þvi fyrst þú ert hættur ad vinna á sumrum sem eg er hrædd um ad hafi verid ordsök til heilsu= leisis þíns, mjer þókti vænt um af brjef= inu þínu ad sjá hvurn dag mán þú ert fæddur þvi var eg búin ad gleima, ertu núna 4 ára komin á þad 5 mín er nú búin ad fá bísna fúlgu ef henni væri reiknad þad, ískiggileg þikir mjer fyrirætlan St. frænda og er eg mikid hræddum ad hann sjé ekki fær fyrir ad gera vogunar spil eg vildi fegin hjálpa honum ef eg gæti enn leidara þækti mjer ef honum yrdi þad ad aungvum fram= förum enda mundi eg ekki verda eins þrautgód eins og þú, mjer finnast peníng= arnir ekki altiend i hendini enda mundu þeir þá verda upp gánseyrir hjá mjer þetta sama hvilir sig á bakkanum og Arni suslum fjekk lánada þrjú hundrud r.d. sem eg átti i Sólheima eígnini og borgudust þegar hún var seld enn A. mun hafa verid kaupandi og þóktist þurfa dalina til brádabirda, eg má til ad basla vid ad lifa á kotunum og brúka vid þad alla hagnadarsemi, þvi þaug brád geldast enn eg fremur þurft= arfrek, eg hef nóg ad hugsa núna i hjáverk= um frá Roknum, eitthvurt lag hefur þú hitt á Steina núna, hann segir mjer ad hann hafi komid til þín og hafi sjer þókt svo skémtilegt ad tala vid þig ad sig lángi til ad koma til þin optar nú er komin Laugardagurin 1 þin ætíd elsk syst Sigr. Pálsdóttir |