Nafn skrár: | SigPal-1871-02-16 |
Dagsetning: | A-1871-02-16 |
Ritunarstaður (bær): | Breiðabólsstað |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Rang. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Br.b.st 16 Febr 1871 Elskulegi br. minn gódur! Sedil hef eg ad þakka þjer kærkomin eins og vant er þó hann væri frétta fár, enn bísna fjölordur um skrudd= urnar sem aldrei eru mér neitt sjerlega kærkonar síst þegar þær eru fúnar og rotnar, eg hef verid ad leitast vid ad sína lit á ad útvega þad sem þú mæltist til, og sendi þér nú þad sem komid er med Sigurdi Olafssyni á Barkastödum hann er kuníngi minn og viss og værn dreingur svo eg bad hann ad fara á leit, um þessa Stegmans Salma sem þú nefnir i Fljótsdal enn hann fann hvorki nafnid nje ártalid sem þú nefnir þegar s vissi ad mjer var hugur á ymsum gömlum bók= um fór hann ad snudda þær uppi hingad og þángad og fann ymsar sem eg bad hann ad segja þjer frá, og ef þér væri hugur á þeim, þá væri hann viss ad útvega þjer þær, svo þú verdur ad taka dálítid vel á móti honum og frædast af honum þad sem þú getur þó bækurnar sem eg sendi þér séu ekki ásjálegar þá er ómögulegt ad fá þær hér betri, gaman og alvuru skal eg senda þjer seirna í gódu standi og ef eg fæ kver= id i Vatnsd., jeg hef verid aumíngi med heilsuna i vetur þegar mjer fór kjálkabardinu, og ofan á háls, med verki sem lagdi bædi fram í túnguna og upp i eyrad þettad linadi seinast vid heita bagstra enn svo er bólgan þrá= lát ad hún heldur sig enn i kirtlinum undir kjálkabardinu enn þvingunarlaust ad mestu S. segir þér fréttirnar svo eg hef aungvu vid ad bæta nema ad bidja þig ad bera húsbændum þínum kæra kvedju mína og óska ad þér lídi vel þin ætíd elsk systir Sigr Pálsdóttir |