Nafn skrár:SigPal-1871-02-21
Dagsetning:A-1871-02-21
Ritunarstaður (bær):Breiðabólsstað
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Rang.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 2 Mars 14 aug 67 um 00 Bun S

Breidab.st 21 Febr 1871

ástkæri br. minn gódur!

jeg kann ekki vid ad piltarnir fari ser hédan, ad senda þjer ekki med þeim línu, þó skamt sé sídan eg skrifadi þér i flanstri med F á Barkast. þvi aldrei finst mér eg geta talad vid þig alt sem eg þarf, hvad hugsadir þú annars br.m. ad segja mér þær þrautir ad útvega þér latínska merkis bók hjá bóndanum i V.d. Ser Sk. þekti nafnid á bokini enn hvurugt okkar Magn, hann sagdi ad M Stef00 hefdi skilid þar eftir ímsar skruddur sem hann hefdi sagt sér ad brenna, og þad sagdi hann ad væri ad mestu eidt sumt hefdu börnin rifid i sundur og sumt hefdi verid brúkad i spólu brjef, þar til sagdi Ser Sk. ad M Stefensen hefdi aldrey skilid eftir svo skjaldgæfa bók, gérdu svo vel ad bera H: helga= son kæra kvedju mína og spurdu hann ad hvurt i haust ad komist hafi til Madme Rannv bréfid frá mér og skildíngarnir sem þvi fylgdu hún kvu ekki vera á Kalst. eins og eg skrifadi hana, hún kvu vera hjá Helga syni sínum jeg man ekki á hvada bæ á hvalfjardarströndini, jeg vona samt ad mans nafnid hafi rádid meiru enn bæarnafnid nú er eg búin ad fá 30 rd. borgada af skuldini J i Lamh. brædur hans 2 hlupu undir bagga i sumar vegna módur sinnar sem hefdi ordid heldur aum af ad frétta ad J hefdi svikid mig og borgudu þetta enn þvi sem eptir stendur lofudu þeir i vor, eda sumar kémur, hvad mikid ertu nú búin ad draga saman fyrir Siggu mína á Selalk þegar hún er ordin svo rík ad eíga 40 rd árlega i rentu þá á hún ad fara ad borga med sér sjálf, nú held jeg P. mágur freistist til ad gera á

enn ef þú skrifar mér eitthvad um þetta þá láttu þad vera á lausu bladi, skiladu bestu kvedjum til h:b: þinna, frá þinni elskandi systir Sigr. Pálsdóttir, bókin sem eg sendi þér mundu sjá frá hvurjum er, enn þvi badstu ekki um báda partana

móti samvisku sinni og slædist á þíngid i sumar þvi lík0 lega verdur Ser H. bægi fótur, St frændi skrifar mér ad hann muni fara landvega austur og þikir mér skrifid þegar hann er hestlaus, eg held væri tilvinnandi fyr= ir hann ad bída lítin tíma eptir sjóvegsferd, jeg skipti mér ekkert af ad hjálpa honum jafnvel þó for= eldrar hans bædu mig um þad firr enn þú segir mér til þess, einstök er vedurblídan nú liggur vid ad jördin sínist græn, enn bágt manna á milli eins og vant er þvi kyrnaar bregdast nú vída vegna hrökt= u Tödunar, mikid skjaldan hef eg féngid bréf frá þér vetur og skil eg þó valla ad þú sért ordin latur annad var líka br.m.g. sem eg vildi bidja þig ad ordfæra vid H. Helgason nefnl hvurt hann minndi geta út= vegad Kíkirinn og væri þad ekki værir þú vís til ad hafa einhvur stadar augastad med hann fyrir mig jeg vil hann ekki dyrari enn til 12 dala, jef atladi ad gamni mínu ad gefa Ser Sk hann fyrir Confirmatsio á Telpu sem eg hef gefid med og haldid frá sveit, þad er lángt sídan ad vic forum ad ertast um þessa borgun hann sagdist vona eptir henni ríflegri því hann áliti Telpuna eins og fyrirmana barn, enn jeg sagdist vilja sjá, hvad hann hefdi tekid fyrir syskini hennar, enn hann sagdi eg skildi sína sér hvad hún hefdi þeigid af sveit, nú vildi eg helst fá kykirin til þess ad bregda fyrir hans rángláta auga enn eg þikist gódgjörn eins og þú getur nærri, enn fengist nú ekki kykirin þá veit eg ekki hvad eg á ad bidja um x

x þad skildi helst vera bók enn eg hef ekki vit á hvada bók hann vildi eiga svo eg er i vandrædum þvi þú getur nærri ad hann tekur ekki vid peníngum og eg bíd honum þá ekki þvi þetta er alt svo sem gaman enn ekki alvara H. veit alla þessa sögu

Myndir:12