sv 20 Juni 49 Hraungerdi 12 mars 1849 ástkiæri br: min gódur! Svo mikla umhigg= iusemi hefur þú firr og sídar borid firir mér bródir m: ad illa er þér nú skuld goldin ad láta þig ekki rita svo lángan tíma hvurt eg er lifandi eda daud og þvi sídur hvurn= in mér lídur og er þér i fædstum ordum ad seigja ad þad er vel: Ekki man eg hvad mörg elskuleg tilskrif eg hef ad þakka þér, af þvi seinasta þókti mér hormu= legt ad heira hvad skadlega þú meiddir þig enn vona þó þú verdir jafn gódur first þú varst svo mikid farin ad skána þá þu skrifad= ir mér Fáar verda nú fréttirnar þó eg sé léngi búin ad sakna i Sarpin, hvur er sialfum sér næstur, eg birja ad seigja þér af ferda lægi mínu i sumar, sem kvad svo mikidad ad vid siálft lá ad eg brigdi mér til ad finna þig, eg fór first Sudur i Reikjavik, mest erindis ad siá systir mina, mér sindist hún rétt eins og þegar eg var hiá heni, med bæri= legu heilsu og sinu vanalega og sómasam= lega ástandi, 5 dagar gengu til ferdarinar, þá litlu seirna fór eg austur ad Móeidarh ad fina Teingdamódir mína þar leid ad öllu vel þær mædgur bádar friskar, litlu seirna lagdist Magkona mín hættulega veik enn komst brádum til heilsu aptur_ Skúli filgdi mér út ad Krossi þar fan eg kuningja min Ser Jón med sinu fólki i gódu yfirlæti eg Reid upp ad Eivindarmúla og skodadi alla Fliotshlíd, Hvol, og seinast Odda þetta þókti mér allskemtileg ferd, enn samt atvikadist svo óþægilega til firir mér ad eg gat ekki komid til Ser Svb: okkar og atladi eg þad þó stadfastlega; hier i syslu er nú skard firir skildi þvi med seinustu Reikjavikur skipum sygildi yfirvaldid okkar og væntan= legur kongs fulltrúi og er nú mikid talad um hvurt han muni heldur vilja nita Amtm: Embætti vestur þar eda landfógeta Embætti enn allir geta til ad han liti ekki vid þessari syslu framar, og sonur hans kanskie settur næsta ár eins og nú, I haust vígdist gisli Thorar= ensen ad Felli i Mirdal litlu sídar giftist han Ing= biörgu Melsted þaug eru i Hialmh i vetur og reisa bú i vor; frá Laugardælum struku 2 vinumen i haust sem voru bádir þiófar og ætludu ad leggjast á fiöll i til ferdarinar stálu þeir frá húsbonda sínum 2u Reidhestum og trússa hesti miklum fatnadi rúmfötum potti liá og Rokk, med þetta alt og eina eda 2 kindur sem þeir tóku sér til matar á leidini komust þeir inn i arnar fell og voru búnir ad biggja sér þar kofa þá nád= ust af leitar mönum, var annar dæmdur i 6 ár i forbetrunar hús, enn hin i 800 ára festingar ervidi, og sigla þeir nú med póstskipi bádu margir þá velfara en fáir aptur koma I skaptafellssyslu urdu nokkir men úti litlu eptir Nyár og eirn madur dó þar i snióflódi enn ödrum vard biargad óskémdum úr þvi eptir ad han hafdi leigid undir fönum heil= ann dag. I vedrum á þorranum hafa fokid i Mirdal, undir Eyafjöllum og i landeyum hef0 mörg skip, vist 10 ad tölu stærri og smærri og brotnad meira og mina, Menn halda ad fokid hafi timbur þak af húsum i Vestm:eyum þvi undir Eyafiöllum hefur verid ad smá reka upp Rennisúd i útsynings vedrunum á þorranum a þorláksmessu kom ógnarlegt hvassvidri sem giördi vída skada hér sydra á húsinu og heyum, Fiárpestin hefur verid hér um sveitir i lángminsta lægi, heilsufar mana med besta móti, I fiördunum s0mum i Múlasyslu kom so mikill sniór þann 16 Novenbr i vetur ad fenti fullordna hesta, saudfé fenti ekki þvi þad var vid hús og betur passad, sumir seigja ad ser Hannes Árnason ætli ad sækja um Hof i vopna= firdi, viltu ekki reina ad verda á undan honum enn þá eru aungvir nemdir sem sækja nema Ser Olafur Indridason, eg fékk sedil frá Þoruni systir okkar i haust med Ser Gisla jónssini sem fékk Kálfhagan kona hans var hiá mér nokkrar nætur þvi vid þektustum ad austan og sagdi mér nákvæmlega af öllum mínum hömlu kuningum hún let vel yfir búskap Þorunar og ástandi ad ölluleiti, Siggeiri hélt hún géngi lángtum bágar Sigurdur födurbródir okkar er búin ad yfirgefa hreisi sitt og komin til Ser Vigfúsar sonar síns Nordur enn Ingun bír á Þridja partinum af Eyolfst: med yngstu börnum sínum og víst búa börn þeirra þar 2 eda 3 gipt, Vallanes hiónin liggja bædi karlæg Makalaus ótíd og hey= skaparleisi hafdi verid firir austan i sum= ar og var sagt hér til dæmis um þad ad Biörn á Ketilstödum i úthlid firárríkur og geldur bondi hefdi féngid 60 hesta i gard og mikin grafbrest var alstadar ad heira nema hér um Flóan voru heyfaung i betra lægi, hér feingust tyuhundrud i gard og var þó heyskapartimin i stista lægi þvi seint var birjadur sláttur vegna gras leisis, bisna hardur hefur veturin verid svo vida er farid ad tala um heileisi helst af Rangárvöllum og Holtum og hætt er vid þad beiddi vida á þvi ef ekki gerir brádan bata eg hef nú stokkid svo lángt og vída til ad tína saman fréttirnar handa þér ad eg er hræddum ad þér leidist ad heira sam tíningin úr mer þú verd= ur ad virda þad altsaman vel br:m:g: og skrifa mér þegar þú getur þvi mér er alltid ánægja ad siá línu frá þér eg bíst nú ekki vid ad vid lifum til ad siást ödruvísi mig lángar til ad bidja þig ad bera hús: bændum þinum kiæra kvedju mína med ástar þakklæti firir mig, þvi leingst mun eg verda minug velgiördlegaum þeirra vid mig gud láti þér altíd lida vel óskar þin elskad sys Sigr. Pálsdóttir |