Nafn skrár: | SigPal-1849-08-02 |
Dagsetning: | A-1849-08-02 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 17 Sept Hraung: 2 Agúst 1849 Ástkiæri besti bródir min! Þó heiannirnar séu og allir þikist hafa ærid ad starfa og er ekki komin fúll 3 hundrud i gard svo mini held eg verdi heyskapurin herna en i firra, enn þad er nokkur bót ad ekki var lagt i tóman gard, ekkert fer eg ad heiskap= num þó tek eg opt snema dægin og fer ad gaufa vid ad skeinkja kaffi og skamta 24 þaug væru þurfandi, syslumadur Þorstein Jonson var hér á ferd og kom til mín af gömlum gódum kuningskap han sagdi mér af siskinum mínum og lét vel yfir ástandi Þorunar og ad Þordis hefdi verid ad testementra Þoruni og börnum henar mállausa dreingnum mest og svo hinum börnunum en ekki vissi han hvad mikid hvurt fekk, um Sigg: lét han illa miög i als tillíti eg forsvaradi han fast enn Þ taladi honum þvi verr til og skil eg ekkert i þvi nema einhvur ósanur rógur hafi verid borin milli þeirra enn Þorunar vitnisburdur var hiá Þorst: allt ödruvisi og eins og eg atti von á mér skildist á honum ad han væri fús á ad leggja heni lid ef han gæti han lét mig skilja og var gramur af, ad orsökin ad nokkru leiti til þess ad Sigg: flutti ad makka Þ: systir okkar i hiónaband med Pali nokkrum Ólafssini mági sínum sem hiá honum er mér þókti saga þessi ekkert gód hefdi sömu verid og bad Þorst: kunínga alt hvad eg kuni ad leggja Þoruni gód rád en alt i einu er han sestur hér syslum: i vetur og fer ekki austur eg get ekkert um þettad huxad hvurki ilt né þín sanelskandi systir S: Pálsdóttir færdu húsbændum þínum ástar kvedju mína |