Nafn skrár:SigPal-1850-03-05
Dagsetning:A-1850-03-05
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 19 juni 1851 send b00 0igindr

Hraungerdi 5 Marts 1851

Hiartkiæri bródir min gódur !

Nú þori eg ekki ad safna skuldunum léngur br: m: g: og sest þvi nidur ad þakka þín 2 elskul: og ad vana kiærkomnu tilskrif þad firra af 16 Sept firra árs, en þad sidara af 8 febr og seigir þú þar ad ekki bídi lángt á milli þú skrifir mér, en mér finst þad altiend of lángt sama dægin fékk eg bréf frá ykkur bádum siskinum mínum og þóktist eg þá búa vel, eg sendi þér henar ad gamni mínu þó þad sé efnis lítid madur verudr öllu feigin, þad ángrar mig br: m: ad heira af lasleika þínum i firra bréfi þínu bless= adur gættu þess ad reina ekki of mikid á

þig, mikid er eg betri til heilsu en i firra vetur, enn einhvurn veigin er eg svo veikluleg og kiarklaus ad ekkert má útaf bera firir mér þad má heita ad eg sé sest i helgan stein þvi systurnar litu vina firir mér þær eru fremur efnileg= ar á sínum aldri óhætt er þér ad koma til mín þvi þær geta unid firir okkur bádum Vel kunum vid vid syslumanin okkar núna eg held han sé hreinskilin og gódgiarn ekki er fridur og rósemi i eins hárri tröppu hiá oss, eins og þú skrifar vestur þar, þvi syslum: okkar er búin ad sitja i 3 vikur út i Ölvesi i þiófamáls ransóku, gamals og greinds bónda Gudmundar á Mírum honum hefur verid af sveitúngum sínum yfir 20 ára tíma verid af eignadur nauta og sauda þiófnadur enda þikir S:m: han vera furdu seig á honum paran

og medgánga litt, sem liklegt er ad G: vilje hafa sitt firir farandi nædi altaf má heita sérleg vedurblídan og ekki er nema kvartils klaki i jörd hér þó hefur verid gefid fé sídan um Nyár leingst af fullnadar giöf, og nú er og hefur verid um tíma hreint hag laust firir hesta ekki af snióþingslum heldur hefur verid sifeld snorka og klembur á jordini og haldist hagleisid en lengi fara víst marg= ir ad kvarta um heyleisi heyfaungin voru hiá mörgum lítil i sumar vegna sneggunar þó tídin væri sú besta, hér fiegst i gard vid 8 0f i sumar, en sídan med þorra hafa verid gefnir 108 kírhrip á dag 200 fiár 32 hestum 40 lömbum 9 kúm 6 nautum, ekki eru nema 18 askarnir heimilisfastir núna en optast reka þeir i 20 anadhvurt af læknínga fólki smídum og sitthvurju sem tilfelst Hvóls kirkju smidinn var lokid seinast i Agúst og kostar um 800 dali, hvalrak á Nésfiöru i Selvog i sumar 60 álnir skorin af hvalföngurum þó var á honum 100 vættir

spik en 200 Reingi eg fékk heim spik og reingi á 10 hestum og hefdi eg þá viljad eiga kaup vid þig á 5 ákáls bita firir hval bita samt hefdi eg mátt gá ad þú hefdir ekki haft of mikin hagnad, þvi spikvættin gerdi 3 kúta af lísi og var held á 2 dali en Reingi á 1.rdí gékk til skurdarmana en gefins féngu þeir 100 vættir af þreski og alla beinagrindina heirst hefur ad húsbondi þin vildi flitja i Reikjavík og vildi eg þad væri satt þvi þá sæi eg ykkur einhvurntíma, þó flóin sé magur og þettbill veit eg ekki nokkurt hreisi sem ekki er brúkad kaffi svo valla munum vid ættlerar med þad, Nú misti eg hreint andan til ad rugla meira vid þig br:m.g. þvi á þessari stundu barst mér bréf Sigg: br: okkar vist eptir 8 ár sem eg hef ekki séd línu frá honum en mér létti lítid firir brióstinu vid þad, eg get nú ekki an= ad egen svikid han aumíngan og sendt þér bréfid hans þvi mig lángar til ad tala vid þig um þad eins og anad, heldur þú ekki ad han fari út á sveitina, heldur þú ad honum verdi hiálpad og hvurnin hægra sínist ad honum væri ad fá kapelani til ad minda hiá Ser St: á Valþiófst: frænda sínum, eda Ser Jóni á Kirkjubæ, eda Ser Ólafi Teingdafödur hans þetta eru nú alt ofgamlir hiassar en hér, og ekki hefdi eg þarad ad leggja þa til bædi vegna*

vega leingdar og fleira eg hef trú á ad ef þrauthialparin okkar Sigg: húsbondi þin væri nú heill heilsu og sækti um braud firir han ad þad kini ad fást og veit verda ad láni, fardu nú med alt rúglid og heimskuna úr mér svo vel sem þú getur vertu nú besti bródir m: kvaddur af okkur öllum náungunum oskum allrar blessunar þín af hiarta elsk syst S: Pálsdóttir

Myndir:12