Nafn skrár:SigPal-1850-06-05
Dagsetning:A-1850-06-05
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 30 Juni 1850

Hraungerdi 5 Júnj 1850

hiartkiæri besti bródir min! Ekki hef eg hux= ad i vetur eda svo ad eg mundi birja bréf til þín eda þakka þitt elskulega tilskrif i haust sem leid af 14 Septb svo hef eg verid lasin sídan viku firir jól af hiartveiki og köldu sem þeir sem vit þikjast hafa á seigja muni vera af insleigini gikt, þetta hefur ollid mér marga svefnlausa Nott 2 og 3 samfleitt og mörg óhægindi, sem á alla vegu marg= földudust þegar gudi þoknadist en þá einu= sini ad særa mig þvi svida sári ad taka frá mér litlu Gudrúnu mína sem dó 22 februar úr þeirri óttalegu barna veiki sem hér gékk eptir ad hafa féngid hana 3ir hér i sókn dóu 20 börn, þér mun ekki þikja trúlegt ad þetta var einn min sárasti missir þvi barn þetta var i öllu svo staklega frábært, en þad er eina huggunin ad gud gördi þad

frétta fátt er hiá mér eins og vant er eg heirist þó margt talad, sumt þikir fáheirt sumstadar róstu samt hér i sveit er fridur og samþikki og þikir gott á medan sumir hafa verid óánægdir med orgelspilara sysluman= in en kanskie bætist úr þvi, Eg er nú um tíma bóndin og húsfreian þvi madurin m: fór firir rúmum hálfum mánudi austur ad Stórólfshvoli med 4 smidi til ad láta smída þar Timburkirkju Sigga mín var Confirmerud á Hvita sunudag þær eru systur efnilegar i öllu, Ránka er nú ny komin ur orlofsferd frá Ömu sini sókti hún þar vel ad kellingarskepn= an er optast frisk og fer ekkert aptur en dóttir henar lángtum meir, þvi hún er alt= af heilsulítil, veturin mátti heita gódur en vorid kalt storma samt og gródur lítid þó hafa sképnur hér geingid all vel fram og hvurki grandad til muna pest né hor, en á sumrum er fénadur hér gaxlaus af landþreingslum bisna mikid legst til en þá af hausa snarlinu 36 hundrud i 6 hluti af gódum og feitum fiski

fiegst hédan i Selvogi i vetur, og væri leitt ef kaupmen gérdu ekki meira úr honum en i firra þú getur rétt til eg spurdi guttorm i firra sumar ytarlega eptir Sigg: br okkar og sagdist han ekki vita anad en gott um han, en hins gat han lika ad Téngdafadir hans mundi hafa spilt firir honum bædi vid Þorstein og adra Guttormur sagdi mér ad Þ. syst: okkar hefdi neitad Ser Olafi og tviladi þvi eingin um ad hún mundi ekki gera sininum hærra undir höfdi en kanskie sá firri hafi goldid bródir henar eg séndi þér bréf henar sídan i haust þad er betra en ekki hafir þú ekket af heni frétt, enn hvad kem= ur til ad þú hefur aldrei skrifad mér i vetur þó þú ættir bréf hiá mér, ættir þú ekki ad vera búin ad gleima þvi ad gera betur vid mig en eg á skilid þvi þad hefur þú altaf gért, en bara þú hefdir ekki verid veikur líka í vetur og þó þad hefdi verid skulum vid reina ad rísa upp med sumar tuggunum eg hef nú verid bæri= leg mánadartíma enn þó ekki nærri jafn gód og er mikid hrædd um lángvina vesæld ef eg tóri, þó treisti eg mér til ad bæta askin um þínum

eg fór sudur i haust ad fina systir mína mér síndist hún nú vera farin ad mædast vesa= lingur og held eg þad hafi verid mest út af geir sem var farid ad bridda á ad væri slaga veikis, hún var svo ergileg af þvi ad þú kiæm= ir aldrei til sín, þvi hún þóktist ekki geta sent med neinum nema þér, sessu sem hún hafdi látid sauma handa frúni og ef hún er ekki búin ad senda hana þá verdur þú ad leggja á á stad til henar og koma svo til mín um leid þetta mas er nú kunugum bess biódandi br: min gódur eg sendi þér þetta stóra bréf med prestefninu ykkar þvi eg held þad fari þá ekki margra á milli, vertu alla tíma sæll og blessadur br:m.g.

þín sanelskandi systir

S: Pálsdóttir

Myndir:12