Nafn skrár:SigPal-1850-08-16
Dagsetning:A-1850-08-16
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 16 Sept 50

Hraungerdi 16 Agúst 1850

hiartkiæri br. min!

Ástar þakkir firir bréfid þitt af 30 Júni og sama seigi eg um lánga bréfid frá S: födur bródir okkar mér þókti mikid gaman af þvi, eg eins og vaknadi af svefni ad heira svo margt aust= an ad, þvi eg er svo mörgu búin ad gleima, líka gladdi mig ad heira ad vesalings bródir okkar lídur bærilega á sínum sídustu dögum han var ad likindum farin ad þreitast, þolinmód þikir mér Ingun Gamla vid búskap= in ekki betur enn han gekk þó

altaf á henar sídu, Madurin min er austur á Hvoli han vonadi ad kirkju smídinn þar mundi þegar lokid, Jón skrifari amtm Melsteds er búin ad bída hér i 2 daga eptir húsbónda sínum þvi han vard heldur seirni úr Reikv en han hafdi gért rád firir vid Jón sem þar skildi vid han og fór austur ad fina Módur sína hvad honum leidist getur þú nærri hiá mér eirni, eg held eg fari ad bióda honum ad fara út á eingiar til fólksins, 3 hundrad eru komin i gard af gódum heyum, og vist hundrad laust, þvi þerris laust hefur verid nokkra daga, heldur er eg skárri til heilsunar en i vetur enn eg kvidi svo firir

mér vesni aptur þegar vetrar ad, eg atla ad áræda ad bregda mér sudur i Reikv: til ad siá systir mina okkur er ad þvi skémtunarstund eg vildi nú óska ad eitthvurt at vik hefdi rekid þig þángad og þú yrdir þar firir þá þækti mér vel borgud ferdin heilsufar mana og vedur= áttan er hér um pláss sú besta núna, en grasbrestur á Túni og þó meiri á mirareingun= um hérna barna daudin er altaf ad ólmast einhvur stadar 3 börn trúi eg séu nídáin hiá skaptesen ræknir firir nordan þar er mikil landplága, Sigridur Eyriksdóttir sem þú spurd mig eptir er kona

Sera Gisla sem veittur var kálfhægin þaug voru austur i Múlasíslu hún er systir Magnúsar Eyríksonar sem altaf er utanlands firirgefdu þetta rugl br:m.g. gud anist þig alla tima

þín elskandi syst

S: Pálsdóttir

Myndir:12