Nafn skrár:SigPal-1852-05-09
Dagsetning:A-1852-05-09
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 20 Juni 52

Hraungerdi 18 9 May 1852

hiartkiæri bródir min !

Eg veit ekki nema einhvur sé búin ad seigja þér látid mitt og eiga nú lín= ur þessar ad láta þig siá ad skrökvad hefur sá líka eiga þær ad þakka ástkiær bref frá þér sídan i haust 11 Oct og lídur nú svo lángt á milli brefana þin ad eg held ad þú siert enþá daudari en eg Eg samgledst þér ad gud tók frá þér prestaumingan þin en lítid held eg ad han atli samt ad bæta þér han upp med þessum sem han er búin ad gefa þér aptur honum er þad líka vorkun þvi han á svo lítid ordid af presta efnunum, svo eg held ad han gripi nú til þín i vandrædunum

Ekki situr á mér ad skrifa almælt tídindi þvi blödin bera stórt og smátt, þó get eg þessad Sie. Magnús Torfason á Eivindarhólum er nydáin úr megnri taksótt þar kvu vera bágstatt heimili fátæk, ekkja med 6 börnum árferdid þad besta gróf sniókingi og ófærd var á þorranum og alt ad midgóu þá gerdi syfeld blidvidri sem haldast nu, og hefur yörd hér opt ekki verid betri um Jonsmessu og er nú svo ramt um ad fén= =adur geingur vel fram i flóanum og komst hér framm ær 160 saudir 120 lömb 116 nautkindur 23 hestar og ótamid 31 hænsni 9 hundar 5 kettir 2 Men 20._ presturin fer nú brádum ad telja fram firir hreppstiór= anum en eg tel fram firir þér, Madurin min Messar nú i seinasta sini i Kálfholti i dag han hefur messad þar sídan systur_ sonur hans sál: til ad létta útgiptum á Ekkju hans og þarf hún samt ad borga

fyrir messur á 2ur kyrkjum, Ránka mín fór med honum og atladi Sk: læknir ad sækja hana þángad þvi Amma henar bad ad líá sér hana um tíma og á hún ad vera híá heni til fardagana, lítid fer Teingdamódir mini aptur med kiark og dugnad eins og hefja bar hún i vetur missir dóttur sinar og forstendur nú ein búid enda mun hún hafa gert þad ad miklu leiti altaf, hún hefur nú mikin stirk af gunu mini þvi hún er sier= lega efnileg eins og þær allar systur i vetur 16 Marts gaf gud mér fallega og efnilega dóttir og var hún skírd Jórun eptir gömlu Jóruni Sigurdardóttir Ömmu sini hún er frisk og dafnar vel nú 8 vikna góda þökk á eg ad þér firir þad ad eg er ad strída vid þetta i elli mini og ad þú bidier med mér ad hún verdi mér lukkudrjú og lánggiæd þad er anars óskemtilegt ad eiga börn núna ofani þenan hriggilega barnadauda sem hefur svo kvalid mig og adra hvurnin á ad koma þvi i verkad Sigg: br:

ockar fái presta kall eg er svo hræddum ad han hafi ekki rænu á ad sækja nú held eg hvur students mind fái braud ef han kan fadirvor og ræd eg þad af þvi ad sagt er um þenan Olaf Olafsson sem á ad fara ad vigja ad han sé 50 ára og muni kanskie einhvurn= tíma hafa verid dimeteradur af Ser Arna I: Hialtalin er nú ferdbúin ad sigla med bakka skipinu sem fer nú brádum aptur han hefur verid mörgum hiálplegur hér i syslu i vetur, han vildi vera hér i sumar og reisa um landid þvi han gefur sig mikid vid nattúru frædi, eg hafdi nærri gleint ad seigja þér þad eina sem þetta bréf gat glatt þig med sem ^er ad eg er lángtum betri til heilsu nú en ádur, hvad leingi sem gudi þóknast ad gefa mér þad, láttu þér nú ekki leidast svona lángt bréf frá mér br: m:g: og skrifadu mér brádum lángtum leingra, Vid kvedjum þig öll ástsamlegast, gud gefi þér lídi ætíd vel

þín elskandi systir

S: Pálsdóttir

Myndir:12