Nafn skrár: | SigPal-1853-04-24 |
Dagsetning: | A-1853-04-24 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv 19 Juní Hraungerdi 24 April 1853 Ástkiæri bródir min ! þad mun heita svo, ad betra sé seint enn aldrei firir mér, ad þakka þín 2 elskuleg tilskrif, þad firra sídan einhv= urntíma árid firir han lurk og minir mig helst til þess ad okkur greindi á um gémlinga töluna eg man ekki hvada óskap þeir voru órdnir hiá mér eptir sem þú last úr en voru þó aldrei nema verid þessi vetur leidur og er midur sídan lángtum spakari þvi hún er altaf ad bisa allandægin þángad til hún sofnar út af Sigga mín er med systir sina og hefur tekist þad eptir vonum gud hefur lagt mér þad til ad eg hef verid lángtum betri til heilsu enn eg hef átt vanda til vedur áttan hefur S. T. Herra Stúdent P: Pálsson á / Stapa frá Fiblholtshiáleigu úti hestur hans fanst tórandi hálfur nidur i Rángá med fram fæturnar uppá skörini en madurin daudur á Isnum skamt frá marga hefur kalid og hefur Sk: læknir tekid allar tær vist af 2 anars var hún mér mikid gód kerlingin þegar vid vorum saman, rétt getur þú til ad línu fékk eg fra syskinum mínum i haust og gott var af Þoruni ad frétta en allra mesta rauna vella af S.g. börn= eru vist 4 eda 5 eg man ad nefna Stefaníu Ólaf Biarna Þoruni han taladi hér Cape= luni en þad getur ekki ordid ekki held ad han reini ad sækja um braud eg er hissa ad huxa til hans sárast þikir mér ad vita han svángan, mikid lifir S födur br okkar og ekkert veit eg af honum nema frá þér einusini gerdi kona hans mér bod ad senda sér fallegan fola sem væri hestefni svo ekki er hún hætt ad rída út, nú held eg mér síe best ad hvila okkur bædi, en svo eg gleimi aungu af þvi sem ilt er þíer þess ad geta ad kona Ser Þor= steins i Voxósum strauk frá honum í firra vor og sudur i Vidéy til födur síns og er þar en orsökin var ad presturin rak i burtu vinuman sin en konan hefur liklega ekki viljad missa han þvi hún fór 2 dogum seirna og of liótar sögur |