Nafn skrár:SigPal-1853-04-24
Dagsetning:A-1853-04-24
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 19 Juní

Hraungerdi 24 April 1853

Ástkiæri bródir min !

þad mun heita svo, ad betra sé seint enn aldrei firir mér, ad þakka þín 2 elskuleg tilskrif, þad firra sídan einhv= urntíma árid firir han lurk og minir mig helst til þess ad okkur greindi á um gémlinga töluna eg man ekki hvada óskap þeir voru órdnir hiá mér eptir sem þú last úr en voru þó aldrei nema 111 skrifa hundrad og ellefu nú atla eg ekki ad telja fra um firir þér þad mun verda líkt útsvarid og i firra, seirna góda bréfid þitt fiékk eg i sumar giöf og hefur mér launast firir þad ad er var búin ad gefa öllum sumar giöf og setja aungvan hiá, eg hefdi ekkert verid ofhaldin þó eg hefdi féngid línu líka frá þér um midjan vetrin mér til skíemtunar þvi hálfeigis hefur mér

verid þessi vetur leidur og er midur sídan sídan þan 25 Oct ad Ragnh m giptist Skúla læknir og fór frá mér dægin eptir þvi þó hún væri ekki nema 18 ára var hun mín hiálp ialfs tilliti Amma henar hafdi tekid feigins hendi á móti nöfnu sini og Sk: sagdi mér ad hún hefdi íngst víst um 10 ár eg tók gunu mína aptur frá Skúla hún er mesta efnis barn en hefur vist haft meira eptirlæti en systur henar þad á ad Confirmera hana i vor eg er ánægd vegna R m. þvi hvurgi hefdi farid betur um hana ad öllu þvi sem i mana valdi stendur en hiá Sk og Ömmu: henar Sk er líka fágiætur i þvi ad han batnar mikid vid ellina svo mér sínist ad han ætti ad verda gamall, han er árinu íngri en þú litla Jórun mín er mikid falleg og efn= ileg en var mesta óspektar barn þángad til hún var árs gömul þá fór hún ad hlaupa um alt og sídan er hún

lángtum spakari þvi hún er altaf ad bisa allandægin þángad til hún sofnar út af Sigga mín er med systir sina og hefur tekist þad eptir vonum gud hefur lagt mér þad til ad eg hef verid lángtum betri til heilsu enn eg hef átt vanda til vedur áttan hefur verid sú æskilegasta hér um pláss sídan eg skrifadi þér i firra vor heyþerrarnir fremur stuttir en hagstædir grasvöxtur sierlega gódur á vall lend en á mírum ekki betri en i medallægi hér féngust i gard 1300 gefid first full= ordnu fé á Jólum en seinast strád á sum= armálum mestur partur þo hafa ordid und= arlegar slisfarir bóndi og vinumadur* bádir úngir og friskir urdu út úti í firstu bilgusuni memgerdi um nætur tíma og komu þó á 4 bæi um kvöldid i heimleidíni, sömu nottina dó eirn mad= ur af 4um sem ötludu sudur ifir hellirs heidi enn sneru aptur og nádu 3 bæum um nóttina i sama bilnum vard bóndin

* úr lau gardæla sókn

S. T. Herra Stúdent P: Pálsson á / Stapa

frá Fiblholtshiáleigu úti hestur hans fanst tórandi hálfur nidur i Rángá med fram fæturnar uppá skörini en madurin daudur á Isnum skamt frá marga hefur kalid og hefur Sk: læknir tekid allar tær vist af 2ur af 1um tók han hægri hendina sem lá úti i 3 dæg= ur á mírdals sandi, Þordur Gudmunds son syslumadur okkar flitur i sumar frá Hialmh: fram á bakka ad litlahrau ni atlar ad kaupa þad og biggja þar timburhús honum lætur þitt búskapur han er likas ógmagamadur 4 eru börnin elsta 12 ára 2 dætur eignudust þaug i hau= st var sú firri 15 merkur og heitir Gud= ní eptir firri konu stift prófastsíns en sú sídari var 13 merkur og heitir Sigrídur eptir i höfidid á seirni konu hans, ad Hialmh flitur bóndi hier í sóknini sem kaupir bædi jördina og húsid, gaman hefdi mér þókt ad standa i veggjar horni þegar þid gamla frú magkona vorud ad tala saman, hún er ordin svo gömul ad hún kan ad fletta um bladinu

gamli þordur er hiá mér og hefur róid i hvurjum vetri í Selvogi sídan han kom híngad hiá nesta hlutarmaninum þar og er heldur betri til heilsu. berdu husbændum þínum ástar kved ju mína og þakklæti firir gamalt og gott, gud veri hiá þér br: min og lati þér ætíd lída vel, þín elskandi systir S: Pálsdóttir

anars var hún mér mikid gód kerlingin þegar vid vorum saman, rétt getur þú til ad línu fékk eg fra syskinum mínum i haust og gott var af Þoruni ad frétta en allra mesta rauna vella af S.g. börn= eru vist 4 eda 5 eg man ad nefna Stefaníu Ólaf Biarna Þoruni han taladi hér Cape= luni en þad getur ekki ordid ekki held ad han reini ad sækja um braud eg er hissa ad huxa til hans sárast þikir mér ad vita han svángan, mikid lifir S födur br okkar og ekkert veit eg af honum nema frá þér einusini gerdi kona hans mér bod ad senda sér fallegan fola sem væri hestefni svo ekki er hún hætt ad rída út, nú held eg mér síe best ad hvila okkur bædi, en svo eg gleimi aungu af þvi sem ilt er þíer þess ad geta ad kona Ser Þor= steins i Voxósum strauk frá honum í firra vor og sudur i Vidéy til födur síns og er þar en orsökin var ad presturin rak i burtu vinuman sin en konan hefur liklega ekki viljad missa han þvi hún fór 2 dogum seirna og of liótar sögur

fara af breitu konunar og födur henar vid Ser Þorsteins en eing in veit hvur endir verdur á þessu sekur kvu vilja ad gel0in torleiki málid

Myndir:1234