Nafn skrár: | AsgFri-1884-02-25 |
Dagsetning: | A-1884-02-25 |
Ritunarstaður (bær): | Garði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | S-Þing. |
Athugasemd: | Ásgeir er bróðir Einars |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 3175 4to |
Nafn viðtakanda: | Einar Friðgeirsson |
Titill viðtakanda: | prestur |
Mynd: | irr á Lbs. |
Bréfritari: | Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | karl |
Fæðingardagur: | 1860-00-00 |
Dánardagur: | 1936-00-00 |
Fæðingarstaður (bær): | Garði (Fnjóskadal) |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | Hálshreppur |
Fæðingarstaður (sýsla): | S-Þing. |
Upprunaslóðir (bær): | |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | |
Upprunaslóðir (sýsla): |
Texti bréfs |
Garði 25 Febr: 1884 Elskubróðir! Eg þakka þér bréfið þitt og sendingarna mér þótti óskup vænt um þær Eg held mér gangi nokkuð vel að útvega kaupendur á Heimdall. og kanski á bókina enn það gengur þó syður og Lúters minnigu held eg að eg gæti komið út en ekki get eg sagt þér um fjöldan fyr enn með næsta bréfi Mig langar að láta þessum miða fylgja 10 kr. fyrir eitthvað sem þú sendir mér. Eg get lítið sagt þér í fréttum því tíminn er naumur til að ná í póstinn svo maðurinn er hreint að fara. Okkur líður bærilega nema mamma okkar er einlækt vesæl. Ekki veit eg annað enn að við hættum en hvert við förum veit eg ekki- Það hefur verið hér fjaska hart í vetur. Eg hef mikið að starfa og þarf eg ekki að seigja þér frá því Okkur syskinum bjóðast nóar vistir enn ekki höfum við þeiggið þær enn. Þú verður að taka viljann fyrir verkið á þessu blaði því það er í flítir hripað og er því að öllu illa úr garði gert. Eg kveð þig með öllum blessunar og heilla óskum það mælir þinn elskandi en ónýtur bróðir Ásgeir Tryggvi Kær kveðja til þín frá öllum Gunnlaugur á Víðivöllum biður að heílsa þér og þakkar þér fyrir sendinguna og biður þig forláta þá hann hafi ekki skrifað þér. Sami bróðir Ásgeir |