Nafn skrár:SigPal-1854-03-06
Dagsetning:A-1854-03-06
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 15 Juni. Raungerdi 6 Mars 1854

Ástkiæri br: min !

Mig hefur opt lángad til ad senda þér línu og þakka firir góda bréfid þitt í haust en þad er nú komid firir mér eins og forfödur okkar gamla Eygli (ad miög er of tregt túngu ad hræra) þú trúir ekki hvad ónit eg hef verid ad bera af mér söknud eptir Jóruni litlu þó hún væri ekki mema 14 vikur komin á anad árid eg hafdi gért mér einhvu= rn veigin svo vissa von ad gud mundi hafa gefid mér hana til ad skémta mér ellina en kanskie hún sé mér nú lángtum þarfari og bendi mér til heimkinana hinumeigin og gott væri ad vera þess verdugur ad síá

hana aptur og fleiri þá sem heim eru komnir, þú hrósar seinasta bréfinu min= u firir skémtilegheitin, mér mun hafa sagt þá firir, nú hef eg ekkert ad skrifa þér nema ólund heilsuna þó i betra= lægi, árferdid gott og má heita heill mana og höld fiár, veturin lagdist ó= miúkt ad mmed snió og hagleisum svo nokkriri fiár rikustu bændurnir fóru ad létta á sier nokkrum lömbum 1 bóndin i túngunum skar hundrad lömb en átti eptir sextyu firir jólin batnadi sídan hafa altaf verid nógjer hagar enn mikid skakvidra samt og einlægir úrsínings biljer og hvurgi til þessa gefid ad koma á síó, syslumadur okkar settist i haust ad búi sinu á litla hrauni eptir ad búid var ad biggja þar i sum= ar stóra og mikla biggingu en þvi

midur, ad ekki er haldid ad hún verdi svo varanleg sem vera skildi enn eins vel er haldid ad hun komist nú af eins og á Hialmh: þad kiepti bóndi hier i i soknini gamall og heilsu laus og flutti þángad med 3 sini sina duglega men og smidi goda svo nú er komid á Contorin hefilbekk= ur Renismidja dragsmidja vefstad= ur og alt vel drifid, ekkert hef eg farid nu vist i 2 ár eda léngur nema i haust brá eg mér austur ad Mo.h:h: ad siá Ragnh. mina sonur henar Þorsteirn var þá 5 vikna gaman hielt eg ad lángömu hans þækti ad honum hun var bædi frisk á fæti og ánægju leg kellingarskeykan eg sagdist bera askana híá nöfnu sini en eg hielt ad hún gérdi fleira og færi ad mestuleiti med miólkina Mikid lídur

Ragnh: mini vel og lifir i mesta eftirlæti og heimili henar efni og ástand er eitt þad besta eg hefi sied guna mín var um tíma i sumar firir sunan ad læra smá= veigis handidnir hiá dætrum amtmans sal: grís þær reru 2 i Reikjav: og lifa á ad ken börnum hvurgi vard hún kunug i kaupstadum nema híá Hanesi St: frænda sínum, han og börnin hans voru gunu makalaust gód einusini fór H: med börn sin öll og gunna sudur ad gördum til módur sinar hún gaf þeim sína spesyuna hvurju eg sendi þér ad gamni mínu bréfsedil Þ. systir okkar hvad er þad sem hún skrif= ar um Siggeir eg frétti hvurgi til hans en hvad fréttir þú blessadur vertu fliótur ad koma til min línu og forláttu þessar gud veri hiá þér, þín elskand systir

S. Pálsdóttir

Myndir:12