Nafn skrár: | SigPal-1854-08-20 |
Dagsetning: | A-1854-08-20 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
sv H:rg 20 ágúst 1854 hiartkiæri br: min gódur! I von um ad Finsen rédi hér um hladid til bakka og eg komi á han þessum sedli þá þakka eg þér first og fremst fyrir komuna og ánæguna sem eg hafdi bædi af þvi ad ferdast med þér og ad síá dóttur mína og adra gódvini sem eg líkast til hefdi ekki adnotid sumarlángt hefdir þú ekki verid á ferd mina er þakklætid firir veruna þvi hún var of stutt en þú ert vis til ad bæta hana upp ef vid lifum léngi, líka þakka eg þér ástsamlega sendínguna og vid litli Þorsinn bædi, i sama máta^ þeim komi altiend vel skildíngarnir enn muni þó naumast hafa unid firir þessum, anars eru ekki gódar fréttir af Siggu mini hún liggur nú rúmföst og er búin ad liggja viku veikleiki henar birjadi med óþolandi verk undir flagbrióskinu þó hvarf han frá ámilli svo hún dróst á fótum med honum hálfan mánud þá hlióp han i bakid og um hana alla og firir hiartad og þá vard hún máttlaus og fridlítil Hialtlín var sógtur og vid migxtúru sem hann gaf heni létti heni stragst han sagdi siúkdóm þenan mikid hættu= legan og ad han kiæmi af bólgu og gigt i ekki ad stíga fæti ofanfirir stokkin til þín elsk: syst S. Pálsdóttir S.T. herra Studjósus P. Pálssyni í Reijkjavík |