Nafn skrár:SigPal-1854-12-20
Dagsetning:A-1854-12-20
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

Hr.g 20 Decbr: 1854

sv. 20 Janr 55

Elskulegi besti bródir min!

Mér þikir ómindarlegt ad sleppa svo póstinum ad þakka ekki sedilin sem þu sendir mér han var eirn sá stisdti sem þú hefur skrifad mér en þá næsta kiærkomin, vest er nú hvad þér er kalt, þú mundir ekki geta skrifad þér til hita ef þú skrifadir dálítid léngra, eg vildi þú værir horfin híngad i strimpuna til mín þvi hér er nógur hitin eg skildi reina ad kéna þér ad kémba, þvi þú getur nærri hvurt þess þarf ekki þvi nú er búid ad spina 4 fiórdunga

af þrædi og gánga dætur mínar best fram i þvi, og hafa 90tu álnir af vadmáli, eirn vinumadurin er altaf ad smida og er besti smidur anar bindur bækur þridje fiármadurin gamli þordur i gardinum fimti er ad læra ad vefa og verdur þó ad gegna úti, enn hvad ert þú nú ad gera i þessari tíd hvurki þartu ad líta eptir i Fiósi eda gardi þú missir ekki heldur úr pestini eins og tídkast nú híá okkur sveita bændunum, samt er nú Hialta= lin farin ad lækna hana á þan hátt ad han skipar ad gefa af þangsaltinu sinu 10 pund 20 kindum en þad skuli skiptast svo ad gefa þad þrisvar og láta i hvurt sin lída 4 daga ámili og þeim sem kaupi Tunu selur

han 8 sk pundid lítid er farid ad rein þetta en þá svo men vita ekki giörla ad hvurju þad verdur, nóg hardindi og allar sképnur á giöf nema feitustu hestarnir, nú fara ad fækka hiá mér fréttirnar, madurin min bidur ad heilsa þér med þakklæti firir tilskrifid og ætlar ad bæta þær upp brádum vertu ætíd sæll br: m:g: eg óska þér gledilegra Jóla og farsæl= lega ad enda gamla árid og birja þad nya

þín ætíd elskandi systir

S: Pálsdóttir

Nr 26 S: T: herra Studjosus P Pálsson á Reijkjavik fritt

Myndir:12