Nafn skrár:SigPal-1855-01-25
Dagsetning:A-1855-01-25
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 16 febr

Hraungerdi 25 Jan 1855

ástkiæri bródir min !

þad tókst ekki vel til fyrir mér þeg= ar eg ritadi þér seinast þvi eg gleimdi þá eiginlega öllu bréfsefn= inu sem var ad grufla i ad rifja upp hvur hefdi skrifad syrpuna henar Ömmu okkar sem eg var lika fyrir laung= u búin ad gleima þángad til þú mint= ist á hana mig minir ad hún segdi okkur ad Ser Grímur Bessason hefdi skrifad bædi skrifa sirpuna og stóru rímna bókina henar, manst þú ekki eptir heni ekkert man eg hvad af heni vard, eg held þú verdir einhvurntíma ad

liá mér syrpuna þvi mig minir ad mörg gód frædi væru á heni sem eg er búin ad tína nidur, ástsamlega þakka eg góda bréfid þitt med póstinum þvi altiend er eitthvurt gaman i þeim og mér til skémntunar en bágt er ad heira af fótonum á þér seigdu mér þad firsta hvurt eg á ekki ad bera þá framm á bænarörmunum vid læknarana mína, þvi þin held eg sé nú ordin frostatol, Guna min fór um dægin austur ad Odda og á ad baldjra sér þar kraga og treiju borda, en Sigga er ad búa 4 men til sióarins og gándast firir heimilis þörfum þvi eg hef verid ofurlasin leíngst af i vetur af gikt og ymsri ótugt blessadur skrifadu mér altiend þegar þú nenir þvi, forláttu hastin og vertu best kvaddur af okkur öllum, þín elsk systir

S. Pálsdóttir

Nr 1 S T Herra Stúdjosus P: Palssyni á Reijkjavik

Myndir:12