Nafn skrár:SigPal-1855-04-19
Dagsetning:A-1855-04-19
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 29 Apr 55

hiartkiæri bródir min!

First eg er nú búin ad lifa sumardægin firsta vesæl eins og vant er og hálfleidin= legan framyfir nón þá ætla eg ad enda han med þvi ad klóra þér eina línu og rita hvurt þad hefur ekki af mér._ og þá first og fremst ad óska þér lukku og blessunar í sumar og ad vetrar daudin og dof= in yfirgefi þig, svo kémur alt bréfsefn= id i böggli þvi þad er ekki anad en tiá þér vesæld mína og hvurt ekki san= ast á mér ad eidist böl þá um er rætt þú ert nú marg búin ad heira af sídunu á á mér enn þá er tals verdur útgángur úr heni og han finst mér géra mér nú ordid lítid til, en nú kvelur mig ógnar= leg ólist á öllum mat skurdur i maganum og verdur af flestu ilt sem eg nærist svo eg er nú alt af ad horast hvit túnga og syfeldur vatnsspítíngur en grænt slím í muninum á morgnana þegar eg vakna

ef fundum ykkar Hialtlins bæri sam= an þá vildi eg óska ad þú bærir honum ástar kvedju mína og segja honum þessa vesæld mína, bidja han rádlegginga og medala ef þarf og koma þvi til mín þvi eg vona ad þér gleimist þad sídur en honum, heyleisid og hardíndin veit eg þú heýrir nóg talad um þvi þad géngur allvída yfir smér kvartil stendur hérna tilbúid handa þér ef þú vilt þad eg veit ad þú ert sá bóndi ad þú veist ad vetrar smier getur ekki verid eins gott og sumar smier, láttu mig þvi sem frist vita hvurt þú vilt þetta eda seirna eda hvurtveggja, Nú er komin föstudagur og þá barst mér kiærkomid bréf þitt ad öllu ödru enn þvi ad mér þikir þú heldur aum= ingi enn þá, þvi þú ert verri enn eg, eg er þó optast ad gugta á Rokkin min stundar korn um midjan dægin eg vona samt ad þú fáir fæturnar aptur og eg fái ad siá þig í sumar þvi ekki held eg verdi lángferdamadur

i brád þó eg tóri, vist tel eg þad ad Skúli vildi giarnan koma þér á fæturnar ef han giæti en viljen er ekki einhlitur i þessu augnabliki fékk eg bréf frá bádum dætrum mínum ad austan Guna er i Odda ad baldira sér borda og kraga og svo ráds= kona hiá systir sini i vidlögunum þvi hún hefur verid austur frá sídan med þorra enn Ragnh. m: seigist nú geta skrifad mér þvi hún sé nybúin ad svæfa báda króga sína þvi þá munu nú helst vera frytímarnir, og seigir þaug séu bædi frisk og efnileg heni þikir Þorst sin tala lítid en seigir han lesi og singi vid hvurn medal man og bæni sig á eptir en litla Steinun henar ógnar spök þad þikir nú hinsta digdin af heni, eg veit first Skúli hefur skrifad þér þá hefur han skrifad þér æfisögu þeirra. Madurin m. bidur ástamlegast ad heilsa þér og Sigga mín líka hún er nú einvalds rádskonan hér i vetur og fer þad vel, gud veri hiá þér br: m.g: þín ætíd elsk. systir

S. Pálsdóttir

berdu ástar kvedju okkar húsbændum þinum

Nr 16 S T herra Studjos P: Pálssyni á Reykjavik feig

Myndir:12