Nafn skrár: | SigPal-1855-07-03 |
Dagsetning: | A-1855-07-03 |
Ritunarstaður (bær): | Hraungerði |
Ritunarstaður (Sveitarf.): | |
Ritunarstaður (Sýsla): | Árn. |
Athugasemd: | Páll var bróðir Sigríðar |
Safn: | Handritadeild Landsbókasafns Íslands |
Safnmark: | Lbs. 2413 a 4to |
Nafn viðtakanda: | Páll Pálsson |
Titill viðtakanda: | bróðir, stúdent |
Mynd: | frá Lbs. |
Bréfritari: | Sigríður Pálsdóttir |
Titill bréfritara: | |
Kyn: | kona |
Fæðingardagur: | 1813-05-18 |
Dánardagur: | 1875-03-26 |
Fæðingarstaður (bær): | |
Fæðingarstaður (sveitarf.): | |
Fæðingarstaður (sýsla): | |
Upprunaslóðir (bær): | Hallfreðarstöðum |
Upprunaslóðir (sveitarf.): | Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur |
Upprunaslóðir (sýsla): | N-Múl. |
Texti bréfs |
Hr:grd: 3 Julí 1855 ástkiæri br: min gódur! Eg ætladi ad skrifa þér línu, og þakklæti fyrir bréfid þitt af 13 Jun med Siggu mini sem fékk nú þad eptirlæti ad fara sudur med mági sín= um og sie eg nú eptir ad eg leifdi nidur aptur og vard rétt upp á þad aumasta i viku, samt skánadi mér aptur, og er nú farin ad geta lappad um og bitid eptir þvi sem med þarf en hrædd er eg um ad eg verdi ekki gód= ur ferdamadur, mikid fell mér þúngt þad sem þú skrifar mér af systir mini og sínist mér þetta áform henar i alla stadi óhiggilegt hún hefur ekkert leifi firir ad stitta daga sína líkast til um lángan tíma, eda hvad mun ekki sióhrakn= íngur og svo mikil umbreitíng þar á ofan fá á mér og ad hún hafi líka skildur vid mig og fleiri sem vilje ad hún sé kyrr og eg hef gért mér von um ad fá ad siá hana en einu sini ádur en vid deigjum, allir seigja fréttirn= ar svo eg sleppi þeim, eg bid ad heilsa Siggu mini þvi hún gerdi rád firir ad siá þig, eg er ofur lasin núna med ástar kvedju til húsbæna þina frá okkur og þín frá Mani mínum og gunu er eg þin ætíd elskandi systir S Pálsdóttir S T herra Studjosus P Palssyni á Reykjavík. |