Nafn skrár:SigPal-1856-06-29
Dagsetning:A-1856-06-29
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 3 Juli: 0000nd0 1/2 au00 000000

Hr g 29 Juni 1856

Ástkiæri br: min gódur !

þú munt hafa heirt umskiptin sem hér eru ordin sídan eg skrifadi þér seinast þad kom fremur sviplega ad þvi ekki hafdi heni ordid eirn dag misdægur sídan hún kom hingad sier en þessa 14 daga sem hún lá og sindist mikid þián= inga hæg jardarför henar er áformad ad verdi á Laugardægin kemur 5 Júli Madurin m: er heldur friskari en firirfarandi en eg er nú lökust af svefnleisi og ónædi þvi eg er svoddan aumingi sem ekkert þoli, eg sendi nú med velgiördamani okkar Eyríki i Kaupholti smierkvartil til hússbænda

þina og bid eg þig ad vera milligaungu man med þad, og bera þeim ástar og kiærleiks kvedju mína og mansins m: kvartilid var, tómt med botninum 11 10 nú er þad kanskie þingra og og saltid rúnid úti þad, en smierid held eg þó sé 54 16 þú lætur kanskie lika vega þad siálfur og siá hvurt ekki stendur heima, af þvi eg er altaf rádrík med smerid lét eg hússbændur þínar fá firsta kvartilid sem eg gat safnad þó ærid margir fali smér, en nú er meira um ad tala mig lángar til ad bidja anad hvurt þig eda húsbónda þin svo vel giöra og láta mig fá dúnen ekki peninga sem smier verdinu nemur ekki liggur mér á þessu en eg huxadi þid giætud haft faung á ad útvega han ad vestan betri en han fæst i Vidi eda á Laugard sem ekki

er eitt 16 hreinsad en anarstadar er ekki um slikt ad tala hér nærlendis firirgefdu nú alt kvabbid br m.g. Madurinn og börnin kvedja þig ástsamleg og lifdu ætid sem óskar

þin sanelskandi systir

S. Pálsdóttir

vænt þækti mér ad fá tómt kvartil til baka

S: T: Herra Stúdjósus P: Pálssyni Reikjavik fylgir Smjörkvartil

Myndir:12