Nafn skrár:SigPal-1856-08-04
Dagsetning:A-1856-08-04
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 8 Aug

Hrg: 4 Agúst 1856

Ástkiæri br. min gódur!

Eg er nú búin ad bida þolinmódlega eptir heilsu mini i heilan Mánud med ad geta skrifad þér, eg lagdist dagin eptir ad Madam var grafin i gömlu sidu bólguni og lá hálfan mánud enn skreid á fótum nokkra daga um þad leiti mágkona mín kom ad sun= an svo lagdist eg aptur i blódkreppu vikutíma er nú samt komin á löpp og get þakkad þér, og einkanlega húss bónda þínum elskuleg og kiærkomin tilskrif, þú giskar á br.m: ad mér sé bréfid húsbónda þins vid gódar 2 00ekurnar

en þér hafdi verid óhætt ad taka til rissar 4 eg gladdist mikid ad siá góda trigda nafnid frá hans eigin hindrudu hendi, og atla ad eiga þad alla mina æfi besta þakklæti mínu áttu ad skila og þvi med ad eg sé vel ánægd ad bida med túnin til næsta vors helst af han yrdi birlegri i verdi þá, en nú og ad medal sortin mundi verda mér þénanlegust yrdi eg daud þá eru erfingarnir ad túnnum dætur mínar 2 sem hiá mér eru, eg sendi þér nú gunnu hún fær nú greyid ad skreppa úr brenuni og dusta upp samviskuna þarna hiá ykkur svo sem 2 daga þó seigir hún þig lángi hvurgi til ad koma nema til H Jónsens frænda sins þvi Sophia er vinstúlka henar og til þín, og áttu vist ad nióta mín hiá heni, vertu nú sá viljamadur ad filgiast

med gunnu austuryfir fiallid þvi nóg giæti madur nú talad um ef kringum= stædurnar leifdu, og nógar samferdir skal eg skaffa þér sudur aptur, slátturin géngur vel þvi einstök er veduurblidan Madurin m: má heita rétt vid sama vesæld= arskap þó riálkist af honum dag og dag han bidur ástsamlega ad heilsa þér og husbændum þinum vid Sigga kvedjum þig og óskum þér allra heilla br:m.g.

þin sanelsk. systir

S. Pálsdóttir

S T Herra Stúdenti P Pálssyni á Reikjavik

Myndir:12