Nafn skrár:SigPal-1857-03-14
Dagsetning:A-1857-03-14
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 6 Mai 57 sendur 11_48. 2 0u0da00d setur hans 48. uppi 243 0yl. ef 00legt hugv.

Hr.g: 14 Mars 1854

Ástkiæri br. min gódur!

Fyrst eg er nú svo skridin upp á skotlegg= ina ad eg get skrifa þér línu, atla eg hvurki ad fresta þvi ad láta þig vita ad mér er mikid i apturbata eda hinu ad þakka þér fyrir kiærkona Kindils og þéfursmessu bréfid þitt, þetta kast mitt vard geisilega heptugt i fyrstu en á 3ia degi reif gamla graptrarmeinid sig út á bringspölunum, Skuli læknir var hér og búin ad sverja vid sín gráu hár ad skéra mig dægin eptir en þá vard eg svo lukk= leg ad sprakk út siálft um nóttina med óskapa ólikt og vensli en brádum komst eg á ról en er ofur vinnu lítil, annars hef eg verid med skasta móti til heilsu i vetur eptir þvi sem eg hef átt ad venjast

nokkur ár, Madurin m er nú i aptur bata og atlar ad reina ad fara ad drag= ast i fötin han er nu búin ad liggja i 9 vikur, nú sínist heldur stillíng komin á vedrid og he eg flestum sé ordid mál á þvi, illvedur og ófærd bædi af snió og árflódi hefur verid svodæma= laust ad elstu men muna ekki anad eins fénadarhöldin eptir þvi, vid erum ad ala 5 kálfa til ad hafa þá heldur en ekki neitt i lambafódrin gott þókti mér ad frétta af Sg. br. okkar heldur þú sé ómögulegt ad han geti feing= id eitthvad ad lifa á út úr þessu, hvurn= in atli Þ. systir okkar lídi ástsamlega bidjum vid ad heilsa húsbændum þínum v0id kvedjum þig öll kiærlegast

þín sanelsk: systir

S: Pálsdóttír

S T Herr Studint P. Palsson / Reikjavik 2

Myndir:12