Nafn skrár:AsgFri-1884-xx-xx
Dagsetning:A-1884-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Ásgeir er bróðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:hluta myndar vantar (irr á Lbs.)

Bréfritari:Ásgeir Tryggvi Friðgeirsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1860-00-00
Dánardagur:1936-00-00
Fæðingarstaður (bær):Garði (Fnjóskadal)
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Garði á páskadag 1884

Elskubróðir!

Eg þakka þér syðasta bréfið þitt af d.s. 23. f.m. og fyrir alla bróðurlega trigð og digð, mér sínda. Eg gladdist af því

að þér kom í góðar þarfir þetta lítilræði sem eg sendi þér. Þar næst gladdist eg mikillega yfir hversu vel þú hefur þig áframm í skólanum, eg sá líka að G. fóstra þínum

þótti mjög vænt um það, og sínir það mikla ást af hans syða; Þá kemur í bréfi þínu hinn fjörugi skólapilta bálkur sem eg svo kalla, sem, færir ætíð dálítið fjör í mig,

mér finst líka að eg vera að losna úr höptonum; Því eins og eg sagði þér í síðasta bréfi hættum við búskapnum í vor, móðirmín verður hér og

Ingibjörg litla hjáhenni í SMíðhusinu. og Nanna að hjálpe og Friðrika að hálfu Búendurnir eru Albert Finnbogason og Sigurður frá Prestpvammi í Helgastaðahreppi--

Olgeir verður kaupamaður í sumar hjá Albert enn verður við lærdóm yfir veturinn BJörn verður við Prentverk hjá Birni frænda okkar,- Enn eg hef heldst verið að hugsa

um að fara suður í Reykjavík og fá að vera þar við húsa smíðar í sumar og heldst sigla í haust að forfallalausu, hvernin líst þér á? Já ef þú álitir þetta gott og blessað

fyrir mig ætti eg að biðja þig að gera svo vel og komast

Einar ,

eftir hvert það væri fáanlegt og með hvaða kostum og kjörum og fleira því viðvikjandi.- og þetta þirfti eg að vita um það sem allra fyrst.- Hér er heldur góð

heílsa alment aungvir dáið aunvið fæðst aungvir gifst, og ekkert skemtilegt eða fjörugt verið yfir höfuð hér norðanlands.- Eg sagði þér í næsta bréfi að þú mættir

senda Jóni syni séra Magnusar 2ur blöðum af Heimdalli. Tryggva í Heiðahúsum 3til 4 Exemplör: og okkurbræðrum1. Og Kristbjörg í Þúfu bað um 1 Exem: af KVæðabók

Séra Mattíasar. Nú eru mínar fréttir á enda, en það ætla eg að biðja þig að segja mér hvað þú huxar fyrir sjálfum þér. Olgeir biður að heilsa þér og biður þig að útvega

sér eirn pappira kassa og eitthvað af rittangi. - Nú er besta tíð og víða rautt enn hér er þá mikill snjór í Garði og Þverá.

Fyrir gefðu elskubróðir flítir hripið þínum vesælum bróðir

Ásgeir Tr: Friðgeirsson.

Myndir:12