Nafn skrár:SigPal-1857-07-02
Dagsetning:A-1857-07-02
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 5 juli 57 send 00000 Nov. Melst 0000 00 00 00ss00sh

Hr.g. 2 Júli 1857

Elskulegi gódi br: min!

Þu munt hafa heirt ávæning af veik indum mínum á dögunum þaug voru þúngbær hálfs mánadar tíma en nú hef eg soskridid saman i viku ad eg get stigid á fæturnar og hreift hend= ina til ad þakka þin 2 elskulegu tilskrif sem eg hefdi verid búin ad fyrir laungu hefdi ekki heilsan banad mér þad eins og anad ástsamlega þakka eg þér pen= ingalánid og skaltu fá þad med skilum aptur þú mátt ekki misvirda þó eg af trau= sti til þín br.m.g. hripi svona til þín þeg= ar mér liggur á, eg er viss um ad sanast á húsmódur þini málshatturin ad spilla má med spörnunini þvi liklegt þikir mér

ad óbrúkanlegt sé ordid i kvartilinu sem þú nefndir þú munt hafa heirt ad Sigga mín er burtu frá mér eg get ekki ordleingt þad meira anars hefdi eg verid búin ad skrifa þér af heni firir laungu hefdi mér verid nokkur ánægja ad tala um þad, hvad seigir þú mér nú af frændkum okkar eg fæ nú ekkert bréf frá heni eg vildi óska ad ingibiörg kona Jóns Sigur sonar væri horfin til min stundarkorn, nú kémur kotamadur okkar Magnus i Heimalandi til þín ad kaka bækurnar gódu blessadur skildu dálítid eptir hiá þér ef þú hefur nokkra von um ad geta selt, þær einhvurstadar á landinu, og bid þig fyrir inlagdan sedil til Þorunar systir okkar eg var svo veik þegar sra Jakob var á ferd ad eg gat ekki látid han skila kvedju mini þvi sidur meira Guna m. er nú rádskonan og geingur vel fram, og bidur ásamt maninum m: ad heilsa þér, berdu líka husbændum þínum ástarkvedju okkar, gud gefi þér lidi ætid vel br.m.g.

þin elsk syst

S Palsdottir

gest00 væri nú fyrir þig ad lofa mér ad siá þig i sumar ef þú giætir

S:T. Herra Stúdjósus P: Pálsson á Reikjavik

Myndir:12