Nafn skrár:SigPal-1857-07-14
Dagsetning:A-1857-07-14
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv 17 Jul

Hr.g. 14 Júli 1857

Elskulegi br: min gódur!

hiartanlega þakk eg þitt ad venju ást= úd lega tilskrif. sira Sv.b. var med skilabod frá þér ad skaffa þér hest og hentuga samferd, hvurnin er þér varid br min gódur eg held þú hafir verid ad erfa mig, ad þú skildir ekki láta mig vita þetta firri þvi þá skildi eg væri búin med þér hentugustu og bestu ferd um ad draga þig ad mér. til ad minda med sira Skúla á Núpi sem híngad fór beínlínis, og sem er sen ordin

mágur þin han er trúlofadur gunnu mini gud veit eirn hvurt þetta verdur lukka firir hana, en ekki hlakka eg ser mikid til ad missa hana, eg þordi samt ekki annad enn verda first til ad seigja þér þetta, svo ekki færi firir þér eins og seinast, Nú sendir Arni á Armóti i ósköpum lausrídandi man sudur i kládamálinu en ekki þori eg ad senda þér hest med honum, þvi 1 ridi han honum siálf sagt sudur 2 er eg hrædd um ferdin yrdi of höst fyrir þig, þú verdur nú ad skrifa mér, hvad þér væri gedfeld= ast med ferdalægid þvi aungvan veigin vil eg sleppa ef eg fæ nokkra hand

festi á þér, atla husbóndi þin hafi nokkud hugsad fyrir dúnhnodranum sem han var svo gódur ad lofa ad útveg= ad handa mér fyrir vestan af med= al sortini, eg er nú ofurlítid ordin skrid smá um stund, med bestu óskum okkar til þín og húsbonda þina

er eg þin sanelsk: systir

S. Pálsdóttir

S. T Herra Stúdjósus P. Pálssyni á Reikjavik

Myndir:12