Nafn skrár:SigPal-1858-06-21
Dagsetning:A-1858-06-21
Ritunarstaður (bær):Hraungerði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Árn.
Athugasemd:Páll var bróðir Sigríðar
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:lbs. 2413 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:bróðir, stúdent
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Sigríður Pálsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1813-05-18
Dánardagur:1875-03-26
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hallfreðarstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Tunguhreppur / Hróarstunguhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Múl.
Texti bréfs

sv. 24 Jun 58 qvart.0og br0 43 d

Hraung 21 Júni 1858

Elskadi gódi br:!

Þessar línur eiga ad vera einasta til þess ad þakka þér elskulegt tilskrif af 11ta Jún og bidja þig veita mé0köku smierkvartili sem fátækur nágrani min færir þér og eitthvad svo lítid gledja han firir ad spurja náungan ad hvar þú eigir heima, og seigir húsmódir þini ásamt kiærri kvedju okkar til þeirra beggja ad ef hún fari strags ad brúka úr kvartil= inu þá vona eg þad verdi ætt, mikid geingur á ifiálli syslumadur er búin ad sitja þar vid 16a man i viku bara ad skrifa upp og virda nytekin til skipta hvad leingi sem þau standa nu yfir þú verdur ad eiga hiá mér greinilegar fréttir af þvi, þad er ad seigia ef þær koma ekki i þ. ólfi eg hef einungis heirt

ad ketid hafi verid virt á 300 dali ad fráteknum 2ur túnnum af saltketi og 5 krofum hágnum sem syslum hafdi lagt á bord med sier og vinumönum þínum medan þeir væru þar mikid vard eg ergileg ad heira anríki þitt br.m.g. til hvurs ertu ad drepa út af þad lítid sem eptir er i þér lifandi, mikid erum vid ólík mig gledur ekkert nema nædid en þig ekkert nema ónædid, og þó lángar mig altaf til ad vid giætum verid saman en þad mun valla verda i þessum heimi gunna dóttir min bad ad heilsa þér ádur skildum heni 0ru ekki leidast fostri henar var hér vid brúdkaupid med konu og 2 börnin Þorstein og Steinuni og 00ndi á gunu höfdingsskap sin sem optar og gaf heni 12 sylfurskeidar hvar af 6 teskeidar yfir og undir sæng og fleira smáveigis Steini min Reid ein= sam all og sindi mikin Riddaraskap, han er furdu stór og sínist ad öllu efnilegur nú ei meira ad sini vertu hiartanlegast kvaddur af okkur

þín ætíd elsk. systir

S. Pálsdóttir

S T Herra Studjosus P Pálsson á Reykjavík filgir smjörkvartil

Myndir:12